Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Met safnið og sólin skín á ný

Í gærmorgun fórum við með regnhlífarnar okkar sem að við keyptum hér úti á horni, inn á Manhattan og upp á Times squere. Þar fórum við auðitað í stóru dótabúðina og kíktum í nokkrar búðir enda lítið annað að gera í rigningunni svona fyrir hádegi. Eftir að hafa fengið okkur úrvals salat á afskaplega finum matsölustað sem að heytir Europian Coffie fórum við niður í Soho þar sem að ég átti eftir að ljúka nokkrum erindum og þegar við komum upp úr lestarstöðinni var sólin farin að skína aftur og við gátum labbað um og notið þess, og Ragnar varð heldur ekki blautur við að bíða fyrir utan búðirnar eftir mér, hann sagðist hafa beðið fyrir utan eina í klukkutíma, en ég held að það séu orðum aukið hjá honum.

Við enduðum Soho ferðina á að koma við í Dean and Deluca og kaupa brauð og ost eða kanske bara til að fara inn í þessa dásemdar búð og njóta þess að vera þar inni, kíkja í hillur og láta smotterí detta i innkaupakörfuna. Á leiðinni heim í lestinni dáðumst við að því hve fólk hér virðist vera hjálplegt við samborgara sína. Í þessari lest sem að við tökum er alls konar fólk, þó mest svart fólk og fólk frá Asíu. Fólk sem að ekki hefur efni á að lifa því lífi sem að við lifum og svo sést stöku útigangsmaður sem að er færa sig á milli hverfa. Það var t.d. einn á sunnudagsmorguninn sem að var að fara úr hverfinu og við hlið hans settist ung og hugguleg stúlka. Maðurinn sem að var ca. á miðum aldri var greinilega í öllum fötunum sem að hann átti, og var að því er virtist ósofinn með rauðhlaupin augu. Hann þurfti á aðstoð að halda, fá upplýsingar um hvar hann átti að fara af lestinni og stúlkan var til að byrja með ekki mjög spennt að hjálpa honum. En hún sá að sér og pikkaði í hans óhreinu öxl og spurði hann nánar út í hvert hann væri að fara og fór í kortið og sagði honum til og eftir smá stund voru þau farin að spjalla saman. Annað dæmi sáum við í gær þar sem að gamall gyðingur kom inn í lestina og spurði hvar F lestinn væri og við hliðina á okkur sat ungur og mindarlegur blámaður, sem að var ekki seinn á sér að stökkva upp og út að dyrunum og benda þeim gamla, sem að leit út eins og Fakin nema hreinn, á hvert hann ætti að fara.

Í dag fórum við með Heidi og Rilke í Met safnið og það er alltaf ansi skemmtilegt að koma þar, endalaust getur maður dáðst af handbragði fólks frá þvi löngu fyrir Krist og fram á síðustu öld. Við eyddum 5 klukkutímum þar og hefðum getað verið lengur. Við enduðum daginn síðan á því að hitta Fúsa á Starbuck coffie og fórum þaðan að fá okkur sushi.
Á morgun ætlar Fúsi síðan að vera í fríi og þá ætlum við að sjá m.a. sýninguna hans Ólafs Elíassonar í Moma .


Museum of National history með viðkomu í Harlem

Ég veit að ég stend mig ekki nógu vel í blogginu, en ástæðan er að ég er oft orðin löt og lúin þegar við komum heim eftir mikið labb og lestarferðir.  En ég er líka búin að ná gjörsamlega tökum á lestarkerfinu hér, er ekki lengur í vafa hvort við erum á leið optown eða downtown og hvar við eigum að hlaupa upp eða út og suður á milli brautarpalla.  Það var þó "innfædd" kona sem að ruglaði mig í dag á leið okkar í Museum of National history.  Við vorum í 3. og síðustu lestinni sem að við þurftum að taka á þessari leið okkar frá Brooklyn og upp á safn.  Þegar ferðin í 3. lestinni var u.þ.b. hálfnuð þá spyr okkur kona sem er á leiðinni út úr lestinni hvort við séum að fara upp á safn og ég jánka því.  Hún segir "þá mundi ég skipta um lest og fara yfir í þessa" og bendir á lest hinum megin á brautarpallinum og sagði að sú sem að við værum í væri hraðlest og færi fram hjá stöðinni okkar.  Við náttúrulega stóðum upp og treystum henni betur en okkur og færðum okkur yfir.   Henni hefur orðið á í messunni í upplýsingagjöfinni því að sú sem að hún sagði okkur að færa okkur í  var hraðlestin og fór yfir allar næstu stöðvar og við enduðum í Harlem.

Lestarstöðin í Harlem var ekki mjög huggó, gömul stöð sem að greinilega átti eftir að taka í gegn og merkingar þar í lágmarki.  Við fundum þó lest til að fara með til baka töluverða leið og vorum 20 mín síðar komin í safnið þar sem að við skoðuðum margt sem að við höfðum séð áður og líka margt sem að hafði farið fram hjá okkur í síðustu heimsókn okkar í safnið.

Eftir að hafa eitt góðum parti dagsins þar fórum við niður á 4. stræti og fórum inn í Starbuck og fengum okkur kaffi og graskerskökusneið sem að við skiptum með okkur.  Á meðlætinu sem að selt er í Starbuck er verðmiði og fyrir neðan verðið er skrifað hversu margar hitaeiningar eru í kökusneiðinni, og í þessari sameiginlegu sneið okkar Ragnars eru 380 hitaeiningar, þess vegna deilum við henni með okkur Wink.  Við héldum síðan heim á leið til Fúsa og Florenciu þar sem að þau voru að hamast við að klára verkefni sem að Florencia á að skila á morgun.  Við komum við í kjötmarkaðnum sem að er hér í hverfinu og þar eru bara mexikanar og vitið þið hvað sá sem að afgreiddi okkur spurði mig.  Hahahaha "ertu grísk".  Sem sé í annað skipti hér í þessari borg sem að ég er spurð að því, í alvöru ég veit að ég er með stórt nef en er það svona stórt???  Nú svo eru það kanske krullurnar sem að blekkja þá en einhvernvegin efast ég um að mexikanarnir í þessu hverfi hafi mikið verið að skoða styttur af grískum gyðjum. 

Við elduðum síðan kjötið og kartöflurnar og gerðum salat og krakkarnir voru voða ánægð með þetta og líka hann Egill samleigjandi.

Við erum nú á leið í rúmið og bjóðum öllum góðrar nætur.


Föstudagur og Florencia komin

Jæja þá erum við komin upp í rúm með tölvuna frekar lúin eftir skemmtilegan dag.    Við byrjuðum á því  að fara í morgun niður á Wall street og þaðan niður á höfn, þar er alltaf líf og fjör og markaðir sem gaman er kíkja á.  Fúsi hringdi síðan í okkur og var búin að vinna kl. 1 og sagði okkur að koma yfir í Dumó sem að við gerðum og þaðan fórum við og fengum okkur síðbúin hádegismat á alveg frábærum stað í Dumbó.  Við fórum svo aftur yfir á Manhattan og niður í West Village.  Það er svo dásamlegt hverfi, húsin svo falleg og allt svo grænt og svo rólegt, dásamleg kaffihús og bara verulega notalegt andrúmsloft.  Við fengum okkur kaffi þar eftir að hafa kíkt í nokkrar skemmtilegar litlar búðir og héldum svo áfram göngu okkar og kíktum á nokkur hús sem að eru og hafa verið í eigu frægra leikara og tónlistarmanna.  Tók líka myndir sem að ég set inn á þegar ég vakna á morgun.  Við fórum svo í næsta hverfi sem að er búið að taka í gegn og breyta kjötmörkuðum og sláturhúsum í flott veitingahús og glæsilegar tískuverslanir, þar var mikið verið að kvikmynda auglýsingar.

Við settumst niður og fengum okkur hressingu og þá var farið að líða að því að Florencia kæmi og við ákváðum að fara á frægasta pizzustað í N.Y. þar þykja bestu pizzur í borginni og þó víða væri leitað.

Florencia hitti okkur á horninu og við fórum inn og þær stóðu jú undir væntingum pizzurnar og staðurinn var var staður með sál, Lombardi´s pizza heitir staðurinn og er í Litlu Ítalíu.   

Við tókum svo leigubíl heim og erum að fara að sofa eftir langan dag og ætlum að fara á eitthvað skemmtilegt safn á morgun, því að þá verður líklega einhver rigning.

Bestu kveðjur til ykkar allra.


Sumardagurinn fyrsti

Jæja  þá er sumardagurinn fyrsti að kveldi kominn og við vorum að koma inn.  Kl. er að verða tólf og í þessu hverfi þar sem að flestir íbúarnir eru svartir eða frá Puerto Rico og ganga um klæddir eins og einhverjir súpertöffarar, er maður ekki á sérstöku varðbergi eins og fólk virðist þurfa að gera heima í henni Reykjavík, þegar kl. er farin að halla í miðnætti. 

Í gær fórum við til Coney Island og það var mjög gaman að koma þangað , stór og mikil strönd og mikið af fjölskyldu fólki að njóta blíðunnar.  Að vísu fannst mér of lítið af kaffihúsum en við fengum þó dásamlega góðan ítalskan ís, sem að er bara eins og ísinn heima.  Við fórum síðan aftur í Central Park, það er svo yndislegt að vera þar á góðviðris dögum. 

Í dag fórum við að hitta Heidi og Rilke í Williamsburg og áttum með þeim skemmtilega stund í kanske pínu of miklum hita.  Rilke var mjög hrifin af okkur og lét Ragnar bara svæfa sig á meðan við Heidi kíktum í allar litlu skemmtilegu búðirnar á Bedford Av.  Heidi keyrði okkur síðan heim og við skiptum um föt og fórum inn á Manhattan að hitta Fúsa og fórum með honum á opnun á sýningu hjá vinum hans úr Cooper Union.  Eftir það fórum við á Ítalskan veitingastað og fengum afskaplega góðan mat. En við erum sem sé komin heim og sjáum rúmið í hyllingum eftir göngur í dag.

 


Á leið að sofa

Ég ætla að vera löt núna og fara að sofa.  Við erum búin að vera á mikilli fart síðan í morgun og enduðum á að fara á Kóreanskan veitingastað og fá okkur að borða. 

Ég lofa að skrifa á morgun, og við bjóðum góðrar nætur héðan frá Brooklyn.

P.s. ég setti þó nýjar myndir inn.


Þriðjudagsmorgun.

þá er komin þriðjudagur.  Það virðist hið besta veður, héðan séð í gegnum gluggana tvo.  Sólin er þó ekki farin að skína en lætur vonandi sjá sig þegar líða tekur á morguninn. Í gær fórum við bara aftur niður í Soho enda skemmtilegt hverfi að rölta um, ég ákvað að vera snemma í því að athuga hvort ég sæi eitthvað smart á mig áður en að við förum að þræða söfnin. Það er svo margt sem að maður sér í þessari borg, mannlífið er svo fjölbreytilegt að það skal alltaf koma manni á óvart.  Á einu götuhorninu var eldri svartur lögreglumaður að stjórna umferðinni.  Hann stóð ekki eins og spýta og veifaðu höndum eins og algengast er, heldur stjórnaði  hann með tilþrifum.  Hann tók dansspor mitt í öllu bílaflóðinu á gatnamótunum og lamdi sér á brjóst, klappaði lófunum saman hátt og fagmannlega í stað þess að nota flautu.  Við gátum ekki annað en staldrað við og horft á hann um stund.

Þegar við komum niður í Soho tóku við allar þessar dásamlegu búðir og við gengum fram hjá skóbúð sem að leit svo vel út að ég ákvað að líta nánar í gluggana, og þar sá ég draumaskóna mína.  Oh þetta eru æðislegir skór, þeir hrópuðu á mig að koma inn og athuga verðmiðann.  Ég ákvað að fara inn og viti menn þeir voru á útsölu, verðið hafði lækkað mikið, en ég ákvað samt að gleyma þeim í hvelli og gekk það bara mjög vel, því að verðið á þeim var 45.000 íslenskar krónur, höfðu lækkað úr 70.000.  Þessu  átti Ragnar mjög erfitt með að trúa, einir kvenskór á 45.000 og það á útsölu.  Já svona eru ansi margar búðirnar í Soho og ef að þær eru ekki svona dýrar þá er þetta bara eins og heima á Íslandi.  Auðvitað fann ég nú samt búð sem að ég gat verslað í og fór sæl með poka þaðan út.  Ég komst líka í garnbúð og bútabúð og þar var margt sem gladdi augað og ég stóðst ekki mátið að kaupa pínu á lagerinn minn. 

Ég hefði getað misst mig í mörgum búðum en ég er sem betur fer komin yfir það að þurfa að kaupa í þeim öllum, hefi gaman af því  að skoða bara líka.

Eftir að hafa fengið okkur kaffi fórum við heim og löbbuðum aðeins í þessu hverfi og það er pínu öðruvísi, en lífinu hér er eiginlega ekki hægt að lýsa á blogginu, ég verð að vera á staðnum og leika leikrit, þið vitið sem sagt hverju þið eigið von á þegar við komum heim.

Jæja ég heyri að hann Fúsi minn er kominn á stjá og þá er stutt í kaffiilminn, ég er að hugsa um að drífa mig niður til hans.

Bestu kveðjur frá Brooklyn.


Sunnudagsmatur

Við fórum niður á Manhattan í hádeginu og fljótlega hringdi Fúsi í okkur og var búin að vinna og við mæltum okkur mót.  Við gengum niður upp í Soho og þar var mikið líf, fólk að kaupa sér föt og njóta lífsins á sunnudegi.  Við fórum á skemmtilegan veitingastað og fengum okkur salat og fórum svo í Whole Market að kaupa í kvöldmatinn en ég var búin að ákveða að elda ungverskt gúllas.  Þetta eru svo flottar búðir og mikið til að við bara misstum okkur þarna inni.  Fúsi sagði allt í einu "vá þetta er rosa flott hérna (hafði ótrúlegt en satt ekki komið áður þarna inn) þetta er bara eins og í Nýkaup.  Hahahah við Raggi fórum að hlægja, í fyrsta lagi var ég búin að steingleyma að Hagkaup í Kringlunni hét einu sinni Nýkaup, en Fúsi hafði ekki tekið eftir nafnabreytingunni þegar hann hefur komið til Íslands undanfarin ár.  Í öðru lagi verður að segjast með fyllstu virðingu fyrir Hagkaupum þá eru þessar búðir glæsilegri.  En við versluðum í okkar gúllas og eitt og annað fékk að fljóta með í körfuna, og við fórum heim að elda.  Micael vinur Fúsa og Egils og samleigjandi ætlaði að borða með okkur og hann tók hraustlega til matar síns og sagðist ekki hafa fengið heimabúin mat lengi.  Við vorum rétt að klára þegar Egill birtist með kærustuna sína og það var til á diska fyrir þau sem betur fer og ég er glöð með að eldhúsið er fullt af ungmennum sem að finnst þau vera komin heim til mömmu í mat.

Á föstudaginn hittum við Ragnar konu sem að afgreiðir í skemmtilegri bókabúð handan við hornið á Situ Studeo. Í þessari bókabúð er lesið upp úr barnabókum á laugardögum eins og gert var í myndinni "You got mail".  Konan sem að vinnur í bókabúðinni hélt einhverra hluta vegna að ég væri ítölsk (óskiljanlegt) nei ég sagðist vera frá Íslandi og þá ætlaði hún alveg að éta okkur.  Dásamaði Ísland, hafði séð fullt af íslenskum bíómyndum og þáttum og langaði svo að koma til Íslands.  Hún fór að dásama roðveskið mitt sem að ég var með og Raggi spyr að gamni hvort að hún mundi kanske vilja skipta á íbúðum ef að hún kæmi til Íslands og henni þótti það frábær hugmynd.  Hún á litla íbúð á frábærum stað hér niður við á, með útsýni yfir á Manhattan.  Hún vildi endilega að við skiptumst á e-mail adressum og er bara búin að e-maila okkur og bjóða okkur að koma í te til sín.  Segir að við verðum að koma inn á ameríkst heimili áður en að við förum heim og hún bað mig um að senda Sigfúsi veski og hún vildi verða fyrsti ameríski kúnninn minn.  En alla vega þá ætlum við að skrifa henni á móti og þiggja teboðið.  Þetta er afskaplega indæl kona á okkar aldri og hver veit nema að maður eigi eftir að  skipast á íbúðum.


Sunnudagsmorgun

Jæja þá er komin sunnudagsmorgun. Það er greinilegt að fólkið í þessu hverfi heldur hvíldardaginn heilagann, hér er bara allt í rólegheitunum og sést ekki nokkur maður á ferli héðan úr stóra glugganum.  Hér við hliðina á okkur er kirkja og Fúsi segir að það verði sannkallað fjör þegar hringt er til messu, ég er mjög spennt að upplifa það. 

Fúsi leigði sér Van í gær eins og til stóð og við fórum með mótelið, þetta var skemmtileg og öðruvísi ferð.  Ég sagði líka við hana Flor að venjulegt fólk tæki sér fínan bíl á leigu og keyrði út í sveit en Fúsi bauð okkur út í sveit á sendiferðabíl.  Þar sem að Ragnar sat á pullum við hlið mótelsins í rýminu fyrir aftan framsætin, sagði að honum fyndist hann vera á leið í bankarán.  Ég hefi alltaf litið svona hvíta Van bíla hornauga í Ameríku, kanske vegna þess að í bíómyndunum er yfirleitt einhverjir ribbaldar á ferð í svoleiðis bílum sérstaklega ef að þeir eru með rispum á eins og þessi var með, en nú veit ég að fólk leigir þetta til ýmissa nota, og ég gef þeim ekki oftar hornauga.

Það var eins og að koma í ævintýraland að koma til Princeton.  Þetta er hinn fullkomni háskólabær.  Það eru fullkomin hús, fullkomnar götur og veitingahús, fullkomnir bílar og "fullkomið fólk"  hvergi sást fátæklegt fólk eða hvað þá heldur fólk sem að virtist hvergi eiga höfði sínu að halla.  Við höfðum það á tilfinningunni að þetta væri bær sem að hefði verið búin til í tölvuleiknum Sims.  Það var dásamlegt að ganga þarna um garða og götur, setjast á kaffihús og fá sér ískaffi í hitanum og njóta samvistanna við Fúsa og Flor.   Hún hefur mikið að gera og gat ekki verið með okkur nema 2 tíma, þá þurfti hún að þjóta og klára verkefni sem að hún á að skila í dag.  Hún sá fram á vinnu langt fram eftir nóttu og ætlaði að njóta þess að kroppa í íslenskt súkkulaði sem að við komum með handa henni.  Um næstu helgi kemst hún svo til New York og þá förum við öll saman út að borða og höfum það gaman.  Jæja þá ætlum við að fá okkur kaffi og koma okkur niður á Manhattan.

Kær kveðja til ykkar allra.

Fúsi þurfti að skreppa í vinnuna, þeir félagar hans þurftu á aðstoð hanns að halda og við förum bara inn á Manhattan og hittum hann svo síðar í dag.

 


Komin frá Princeton

Jæja blessuð og sæl öll sömul.  Við vorum að koma inn úr dyrunum, fórum í Princeton í dag og það var mjög skemmtilegt og gaman að hitta Florenciu.  Kl. er orðin 12 hjá okkur og ég er orðin ansi þreytt og ætla að skrifa meira í fyrramálið þegar ég vakna og setja inn myndir.

Ég býð góðrar nætur og karlarnir mínir líka.

 


Laugardagsmorgun

Jæja þá er kominn laugardagur og kl. rétt átta að morgni og úti skín sólin.  Hér tekur fólk daginn snemma og ég nýt þess að sjá beint niður á götuna og gangstéttina.  Ég held að ég verði að lýsa þessu nánar.  Á herberginu er stór og fínn gluggi sem að gefur okkur sýn niður í stofuna en þó aðallega út um risastóran stofugluggann og þess vegna, þar sem að ég sit hér með bakið upp við vegg uppi í rúmi er bara eins og ég sé úti á gangstétt, en ég tek því fram að fólkið úti sér mig ekki.

Þetta er svolítið óskiljanlegt að lesa  held ég, en sonur okkar er jú arkitekt og því kemur hönnun efri hæðarinnar okkur ekki á óvart.  En sem sagt ég sit hér og Ragnar liggur ennþá enda laugardagsmorgun og við bara að hafa það náðugt.  Fólkið úti á götu er hinsvegar löngu komið á stjá og labbar hér framhjá, á leið á markaðinn í helgarinnkaupin.  Þetta eru ung pör með börn sem njóta þess að það er komin helgi.  Miðaldra fólk með fullorðna foreldra og svo einstaka fólk sem að er bara eitt á ferð og styður sig við staf.  Flestir eru með stórar innkaupakerrur sem fólk notar ekki aðeins þegar það fer að kaupa inn til helgarinnar heldur líka þegar það fer með þvottinn út í þvottahús og svo sá ég eina gamla að bera út blöð í morgun og hún var að nota sína kerru í það.

Ég hefi ekki séð neina hvíta manneskju á leiðinni á markaðinn enda ekki mikið um þær hér í þessu hverfi.  Þetta fólk er afskaplega kátt og skemmtir sér vel á leiðinni, spjallar saman og hlær og stöku maður syngur einn með sjálfum sér.   Það eru hins vegar ekki mikið um bíla á ferð með græjurnar í botni, það var í nótt.  Ég hugsaði rétt áður en að ég féll í svefn, að kanske hefði ég átt að fá mér eyrnatappa, en komst að þeirri niðurstöðu að þá mundi mér finnast ég vera að missa af einhverju skemmtilegu og svo sofnaði ég þrátt fyrir bíla og stuð hljóð, söng í fólki, hlátrarsköll og lestarglamur á 15 mín. fresti.

Í gær áttum við afskaplega skemmtilegan dag.  Fórum niður á Manhattan og nutum góða veðursins, fengum okkur kaffi og ískaffi og tókum svo aftur lest inn í Brooklyn og fórum af lestinni við Brooklyn brúnna og gengum yfir hana ásamt þúsundum af fólki sem að naut blíðunnar og tók myndir, þegar við vorum komin aftur yfir á Manhattan fótgangandi fórum við í Ráðhúsgarðinn sem að er við hinn enda brúarinnar og fórum í búð og fengum okkur salat og borðuðum það í garðinum.  Það var svo mikið af fólki þar eins og alltaf og trén með hvítum og bleikum blómum glöddu alla.  Það var mikið um brúðhjón að koma og láta taka myndir af sér í garðinum, en hér eins og víða annars staðar giftir fólk sig á föstudögum hjá fógeta og endurtekur svo á laugardegi í kirkju.

Eftir að hafa setið í garðinum góða stund ákváðum við að ganga aftur yfir brúnna og þá vorum við komin yfir í Dumbó þar sem að Situ studeo er og við fórum á kaffihús og hittum Fúsa og héldum síðan heim á leið með viðkomu á fínum markaði til að kaupa í matinn, þeir Fúsi og pabbi og Egill vinur og samleigjandi elduðu og ég hafði það náðugt á meðan.

En núna í hádeginu erum við á leiðinni til Prinston með mótelið hennar Florenciu og ætlum að eyða deginum þar og komum aftur í kvöld heim.  Við náum því að hlusta á þáttinn hennar Ólafar í útvarpinu áður en að við leggjum í hann.  Bestu kveðjur frá Brooklyn.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband