Sumardagurinn fyrsti

Jæja  þá er sumardagurinn fyrsti að kveldi kominn og við vorum að koma inn.  Kl. er að verða tólf og í þessu hverfi þar sem að flestir íbúarnir eru svartir eða frá Puerto Rico og ganga um klæddir eins og einhverjir súpertöffarar, er maður ekki á sérstöku varðbergi eins og fólk virðist þurfa að gera heima í henni Reykjavík, þegar kl. er farin að halla í miðnætti. 

Í gær fórum við til Coney Island og það var mjög gaman að koma þangað , stór og mikil strönd og mikið af fjölskyldu fólki að njóta blíðunnar.  Að vísu fannst mér of lítið af kaffihúsum en við fengum þó dásamlega góðan ítalskan ís, sem að er bara eins og ísinn heima.  Við fórum síðan aftur í Central Park, það er svo yndislegt að vera þar á góðviðris dögum. 

Í dag fórum við að hitta Heidi og Rilke í Williamsburg og áttum með þeim skemmtilega stund í kanske pínu of miklum hita.  Rilke var mjög hrifin af okkur og lét Ragnar bara svæfa sig á meðan við Heidi kíktum í allar litlu skemmtilegu búðirnar á Bedford Av.  Heidi keyrði okkur síðan heim og við skiptum um föt og fórum inn á Manhattan að hitta Fúsa og fórum með honum á opnun á sýningu hjá vinum hans úr Cooper Union.  Eftir það fórum við á Ítalskan veitingastað og fengum afskaplega góðan mat. En við erum sem sé komin heim og sjáum rúmið í hyllingum eftir göngur í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Bestu kveðjur til ykkar frá Heidi, Matta og Önnu Lindu

Heidi Strand, 25.4.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband