Föstudagur og Florencia komin

Jæja þá erum við komin upp í rúm með tölvuna frekar lúin eftir skemmtilegan dag.    Við byrjuðum á því  að fara í morgun niður á Wall street og þaðan niður á höfn, þar er alltaf líf og fjör og markaðir sem gaman er kíkja á.  Fúsi hringdi síðan í okkur og var búin að vinna kl. 1 og sagði okkur að koma yfir í Dumó sem að við gerðum og þaðan fórum við og fengum okkur síðbúin hádegismat á alveg frábærum stað í Dumbó.  Við fórum svo aftur yfir á Manhattan og niður í West Village.  Það er svo dásamlegt hverfi, húsin svo falleg og allt svo grænt og svo rólegt, dásamleg kaffihús og bara verulega notalegt andrúmsloft.  Við fengum okkur kaffi þar eftir að hafa kíkt í nokkrar skemmtilegar litlar búðir og héldum svo áfram göngu okkar og kíktum á nokkur hús sem að eru og hafa verið í eigu frægra leikara og tónlistarmanna.  Tók líka myndir sem að ég set inn á þegar ég vakna á morgun.  Við fórum svo í næsta hverfi sem að er búið að taka í gegn og breyta kjötmörkuðum og sláturhúsum í flott veitingahús og glæsilegar tískuverslanir, þar var mikið verið að kvikmynda auglýsingar.

Við settumst niður og fengum okkur hressingu og þá var farið að líða að því að Florencia kæmi og við ákváðum að fara á frægasta pizzustað í N.Y. þar þykja bestu pizzur í borginni og þó víða væri leitað.

Florencia hitti okkur á horninu og við fórum inn og þær stóðu jú undir væntingum pizzurnar og staðurinn var var staður með sál, Lombardi´s pizza heitir staðurinn og er í Litlu Ítalíu.   

Við tókum svo leigubíl heim og erum að fara að sofa eftir langan dag og ætlum að fara á eitthvað skemmtilegt safn á morgun, því að þá verður líklega einhver rigning.

Bestu kveðjur til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´Jæja, nú er aldeilis sumarlegt hér í Reykjavík. Sólin skín og það er algjört logn og mikil ró yfir öllu enda laugardagsmorgun. Hér er einn farinn í vinnuna og sumir sofa enn en Ragnar horfir á barnatímann. Jökull er sá serm er mættur í vinnu, hann mætti í upphitun kl. 9 og svo var kórinn að fara að syngja á Lionsþingi kl. 10. Þeir fá 50 þúsund fyrir og geta gert eitthvað skemmtilegt í Barcelona.

Á eftir er svo hóptími hjá Ragnari og svo fiðluprófið hans Jökuls. Við æfðum í gær með Ástríði og Ásdís sagði að hún hefði aldrei heyrt krakka spila svona blæbrigðaríkt einsog JÖkul en honum er að takast sérlega vel upp með að gera mun á veiku og sterku. Jökuls svar við þessu hóli var það að honum hefði líka liðið mjög vel á meðan hann var að spila.

Í kvöld á svo að horfa á síðustu Back to the Future myndina og allir mjög spenntir yfir því enda mikið talað um hinar tvær myndirnar yfir morgunmatnum.

Ein stelpan í skólanum hjá Jökli fór heim um daginn fyrr því hún var svo miður sín afþví einhver kjaftaði frá að hún væri skotin í Kjartani. Jökull var gífurlega hneikslaður fyrir þessu, að hún skildi fá að fara heim útaf svona fáránlegu atviki!

'Asdís kallaði í gær Næsti! og við fórum inn á æfinguna en Jökull þurfti endilega að djóka, sagðist vera með hálsbólgu og Ásdís fattaði ekki neitt svo Jökull varð að skýra út að hún hefði verið einsog læknir að kalla á næsta sjúkling.

á morgun ætla þeir bræður með Guggu til Keflavíkur í afmæli tvíburanna. Við fórum í gær að kaupa trésverð í Börn Náttúrunnar og mikil ánægja með það. Maðurinn í búðinni sýndi þeim spilagaldra og bræðurnir þökkuðu honum kærlega fyrir skemmtunina þegar við fórum.

jæja, ætli ég kíki ekki aðeins á valkyrjur áður en ég fer með Ragnar í hóptíma...hlakka til að sjá myndir og lesa meira.

xxxxÓlöf

Ólöf (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

Takk fyrir pistilinn þinn Ólöf, það er gaman að fá svona skemmtilegan pistil að heiman.  Já þeir eru duglegir drengjaórinn að vera farnir að vinna sér inn smá pening.  Já hann Jökull stendur sig sannarlega vel með fiðluna sína.            Kysstu þá frá okkur, ömmu og afa í n.y.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 26.4.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

Drengjakórinn ætlaði ég nú að skrifa.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 26.4.2008 kl. 12:17

4 Smámynd: Heidi Strand

Það er gaman að lesa pistlana þína og fá í bónus fréttir úr Úthlíðinni.
Við fórum að hitta litlu fjölskylduna í dag og ég sá að Hekla þekkti okkur aftur, það var svo greinilegt á svipnum hennar. Hún var svo fín í bangsagallanum sínum og það var svo margt að skoða þar sem við vorum.

Heidi Strand, 26.4.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband