Sunnudagsmatur

Við fórum niður á Manhattan í hádeginu og fljótlega hringdi Fúsi í okkur og var búin að vinna og við mæltum okkur mót.  Við gengum niður upp í Soho og þar var mikið líf, fólk að kaupa sér föt og njóta lífsins á sunnudegi.  Við fórum á skemmtilegan veitingastað og fengum okkur salat og fórum svo í Whole Market að kaupa í kvöldmatinn en ég var búin að ákveða að elda ungverskt gúllas.  Þetta eru svo flottar búðir og mikið til að við bara misstum okkur þarna inni.  Fúsi sagði allt í einu "vá þetta er rosa flott hérna (hafði ótrúlegt en satt ekki komið áður þarna inn) þetta er bara eins og í Nýkaup.  Hahahah við Raggi fórum að hlægja, í fyrsta lagi var ég búin að steingleyma að Hagkaup í Kringlunni hét einu sinni Nýkaup, en Fúsi hafði ekki tekið eftir nafnabreytingunni þegar hann hefur komið til Íslands undanfarin ár.  Í öðru lagi verður að segjast með fyllstu virðingu fyrir Hagkaupum þá eru þessar búðir glæsilegri.  En við versluðum í okkar gúllas og eitt og annað fékk að fljóta með í körfuna, og við fórum heim að elda.  Micael vinur Fúsa og Egils og samleigjandi ætlaði að borða með okkur og hann tók hraustlega til matar síns og sagðist ekki hafa fengið heimabúin mat lengi.  Við vorum rétt að klára þegar Egill birtist með kærustuna sína og það var til á diska fyrir þau sem betur fer og ég er glöð með að eldhúsið er fullt af ungmennum sem að finnst þau vera komin heim til mömmu í mat.

Á föstudaginn hittum við Ragnar konu sem að afgreiðir í skemmtilegri bókabúð handan við hornið á Situ Studeo. Í þessari bókabúð er lesið upp úr barnabókum á laugardögum eins og gert var í myndinni "You got mail".  Konan sem að vinnur í bókabúðinni hélt einhverra hluta vegna að ég væri ítölsk (óskiljanlegt) nei ég sagðist vera frá Íslandi og þá ætlaði hún alveg að éta okkur.  Dásamaði Ísland, hafði séð fullt af íslenskum bíómyndum og þáttum og langaði svo að koma til Íslands.  Hún fór að dásama roðveskið mitt sem að ég var með og Raggi spyr að gamni hvort að hún mundi kanske vilja skipta á íbúðum ef að hún kæmi til Íslands og henni þótti það frábær hugmynd.  Hún á litla íbúð á frábærum stað hér niður við á, með útsýni yfir á Manhattan.  Hún vildi endilega að við skiptumst á e-mail adressum og er bara búin að e-maila okkur og bjóða okkur að koma í te til sín.  Segir að við verðum að koma inn á ameríkst heimili áður en að við förum heim og hún bað mig um að senda Sigfúsi veski og hún vildi verða fyrsti ameríski kúnninn minn.  En alla vega þá ætlum við að skrifa henni á móti og þiggja teboðið.  Þetta er afskaplega indæl kona á okkar aldri og hver veit nema að maður eigi eftir að  skipast á íbúðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi saga af konunni í bókabúðinni ernú alveg ykkur líkhahahaha

ólöf (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Heidi Strand

Frábær kona og flott hugmynd með íbúðaskipti.
Þú ert aldeilis alþjóðleg. Síðast varst þú víst grísk og nú ertu ítölsk.

Ég er yfirleitt spurð hvort ég sé þýsk og það er vonandi vegna Heidiarnafnsins.
Nú er ég loksins tengd og get lesið hinar færslurnar þínar. Nú er klukkan 01.09 í Danmörku en við vorum að koma frá Grænlandi og það er fjögurra tíma munur.
Hafið það sem best í New York og við biðjum að heilsa Ragga og krökkunum.

Heidi Strand, 23.4.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband