Föstudagsmorgun í New York

Eins og sjá má verð ég að kallast hálf óvirkur bloggari.  Það eru komnir ansi margir mánuðir síðan ég bloggaði síðast. 

En nú ætla ég að taka mig til og skrifa reglulega um veru okkar hér í New York næsta hálfan mánuðinn.

Það var sannarlega gaman að hitta hann Fúsa okkar eftir heilt ár, það er komið ár núna um næstu mánaðarmót síðan við kvöddum hann og Florenciu í Argentínu.  Florenciu hittum við á morgun en þá ætlar Fúsi  að leigja bíl og dugar ekki minna en Van til að fara með mótel sem að Florencia var að vinna og Fúsi að aðstoða hana með í Situ.  Við sem sé ætlum að keyra með  mótelið til Prinston en hún á að skila því eftir helgi.  Við ætlum síðan að eyða deginum þar í vonandi sama góða veðrinu og hér er núna.

Sólin var að setjast í gær þegar við komum hingað til Brooklyn og veðrið afskaplega gott.  Þó að mér finnist nú afskaplega gaman að vera á góðu hóteli þá verð ég að segja að maður kemst nú nær lífi og tilverju New York búa með  því að  vera hér í Brooklyn, við Broadway sem að er aðalgatan sem að liggur í gegn um allt hverfið.  Húsnæðið sem að Fúsi er með er gömul bankabygging í eigu gyðinga sem að eiga víst ansi margt í þessu hverfi.  Það eru sannarlega merki um að hér var áður banki, í risastórum eldhúsglugganum eru 3 göt eftir byssukúlur sem að fyllt hefur verið upp í með kítti, en þið getið verið róleg það eru járnrimlar fyrir öllum gluggum. 

Annað er sérstakt við þetta eldhús, fyrir utan er gata en fyrir ofan götuna eru járnbrautarteinar og ég sem að er alltaf við sama heygarðshornið að ná í líkingar úr gömlum bíómyndum, verð að segja að þetta er eins og maður sé í gamalli glæponamynd, við sitjum hér við eldhúsborðið og drekkum kaffi og spjöllum saman en þurfum svo að taka okkur pásu þegar lestin fer fram hjá því að þá heyrir enginn neitt í neinum, en húsið er sterkleg bygging og því hristumst við ekki neitt.  Nú svo keyra afríku Ameríkanarnir fram hjá með græjurnar í botni og við bara farin að dansa á eldhúsgólfinu áður en  að við vitum af.

Í gærkveldi þegar við komum fórum við á ansi skemmtilegan veitingastað að fá okkur að borða, þar var að  mestu töluð spænska en ansi var þetta kósý og góður matur og svo var ekki verra að hafa þar gítarleikara sem að söng og spilaði í einu horninu og stundum var eins og við værum komin á hlöðuball úti í sveit og svo þess á milli tók hann Portúgölsk þjóðlög.

Jæja nú ætla ég að fá mér morgunmat sem að Fúsi var að leggja á borð og svo ætlum við að koma okkur út og læra á lestarsamgöngur niður á Manhattan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bragi er á heimleið, erum að fara að elda okkur pizzu. Sá á netinu ansi góða útsölu í NYC sem þú hefðir ef til vill áhuga á, sendi þér linkinn.

XXX Kristín Vala og Hekla 

Kristín Vala og Hekla (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:40

2 identicon

Jæja, það verður gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar í NY. Ég er búin að sitja yfir verkefni í dag og kvöld en ætla núna að taka mér pásu og setjast niður í smá stund með Gunnari áður en við förum í bólið. Þarf auðvitað að heilsa uppá köttinn fyrst, hann er voða kumpánlegur við mig þegar ég fer upp.

Jökull er búinn að vera hress i dag fyrir utan smá kvef og ég er hress fyrir utan hósta annað slagið.

Hlakka til að lesa bloggið.Amma hringdi og fylgist með í gegnum mig og bað mig að láta þig vita mamma. xxxOlöf

ps. munið eftir Þjóðbrók á rúv kl. 14.40 á ísl.tíma á morgun.

ólöf (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Heidi Strand

Sæl Jona.
Gaman var ad lesa bloggid thitt. (Afsakid en er ekki med islenskir stafir.)
Bestu kvedjur til ykkar allra fra kyrrdinni herna a Grænlandi.

Heidi Strand, 19.4.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband