Laugardagur

Komið öll blessuð og sæl. Jæja þá er enn annar laugardagurinn og þetta líka fína veður, sólin skín og hitinn að nálgast 20 gráður.  Bara eins og á norðurlandi.  Í gær vorum við bara hér í rólegheitunum í þessu hverfi, fórum enn einu sinni í kirkjugarðinn sem að er alveg sérdeilis skemmtilegt að labba um og maður sér alltaf ný og ný grafhýsi.  Þegar við vorum á gangi þar ásamt fleiri ferðamönnum þá stóð yfir jarðaför í kapellu sem að tengist garðinum og svo var kistan borin í grafhýsið með fjölskyldu viðkomandi, það var svolítið sérstakt að upplifa þetta. 

Við fórum á handverksmarkað sem að er bara við hliðina á kirkjugarðinum alltaf á föstudögum og þar keypti ég mér Argentínskt sjal  og notaði það í gærkveldi þegar við fórum út að borða.  Ég held ég verði að reyna að þvo það þegar ég kem heim og athuga hvort ekki hættir að ganga úr því endalaust moher því að við Raggi vorum eins og brúnir apar í gærkvöldi, við vorum svo loðin af sjalinu. 

Seinni partinn í gær fórum við á safn hér í hverfinu sem að er gömul höll og þar  eru húsgögn hallarinnar til sýnis svo og þvílíkt mikið af þjóðbúningum frá fólki alls staðar að úr heiminum sem að fluttist til Argentínu.  Svo ég tali ekki um handverkið sem að var þarna til sýnis.

Á milli þessara athafna okkar í gær gengum við um garðanna og stoppuðum hér og þar og fengum okkur bjórsopa í hitanum.

Við erum núna á leiðinni út að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum og byðjum að heilsa ykkur öllum.

Kveðja frá Buenos Aries.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

Þið afsakið að myndirnar úr höllinni eru svolítið óskýrar en ég notaði ekki flash þar inni.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 28.4.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Heidi Strand

Það tekur ykkur örugglega langan tíma að lenda þegar þið komið heim á klakann. Velkomin í mohair-hópinn. Það er yndislegt og hlýtt. Ég á tvo  mohair-jakka og það sest enginn í stól manns því hann er verður svo loðinn. 

Heidi Strand, 29.4.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband