25.4.2007 | 02:58
30 Grandes Tangos
Góðan daginn öll sömul. Jæja við erum búin að gera margt í dag, og sitjum nú hér og hlustum á diska sem að við keyptum i gærkveldi á leið úr bænum með 30 vinsælustu tangó lögum sem að gefin hafa verið út. Við tókum frábært myndband sem að ég sagði ykkur frá þegar við fórum fyrst í San Telmó, þar sem að leikbrúða tjáði tilfynningar sínar en kærastan hafði yfirgefið hann. Þetta lag sem að sungið var heltók okkur og við vorum ákveðin í að reyna að finna disk með þessu lagi. Erum búin að læra það og næstum komið að okkur að syngja það í búðinni til að fá diskinn. Ég ákvað samt að segja bara við unga manninn sem að afgreiddi í búðinni að ég væri að leita að lagi um mann sem að væri með brostið hjarta því að kærastan hans og dansfélagi hefði yfirgefið hann, við hefðum séð svo frábært brúðu show í San Telmo og værum sem sé að leita að þessu lagi. Hahahahahah æææææ þið vitið að ég er snillingur í að lenda í svona hallærislegheitum. Hann fór auðvitað að hlæga þessi ungi maður og kannaðist ekki neitt við þetta en benti okkur á þennan disk sem að við keyptum. Og viti menn, að vísu ekki söngvarinn sem að syngur þetta fyrir brúðuna í San Telmó, heldur kona en það er bara í lagi, það er svo margt flott á þessum 2 diskum þannig að við erum bara mjög sæl með þá.
Í morgun vöknuðum við í þessu líka fína veðri, sólin skein og hitinn 19 gráður og þegar krakkarnir voru farin í vinnu drifum við okkur í sturtu og síðan út og fórum á dásamlegt kaffihús í frönskum stíl og fengum kaffi og litlar smákökur með og sátum í sólinni og nutum að horfa á trén, fuglana sem að kroppuðu upp restarnar eftir kaffihúsagesti og auðvitað hvort annað. Þegar við höfðum klárað kaffið fórum við og gengum eftir einu að breiðstrætunum hér, en það eru fallegir garðar með fram þeim öllum. Gengum fram hjá mörgum styttum m.a. einni af Evitu sem að er algjör frelsishétja hér.
Við fórum síðan í Þjóðmynjasafnið hér sem að er risastórt og mikið af svo flottum listaverkum að við fórum út sæl og glöð, full af sögu bæði Argentínu og þeirra landa sem að argentínumenn koma frá.
Veðrið var dásamlegt og við fengum okkur góðan göngutúr og á leiðinni heim á okkar uppáhalds stað og fengum okkur ískaldan bjór (glösin sem að bjórinn hér er borinn fram i eru sett í frysti áður en að þau eru notuð). Við fórum síðan heim, fengum okkur smá lúr í hálftíma og höfðum okkur síðan til, því að nú var foreldrafundur nr. 2. Við hittumst öll á einu af skemmtilegu útikaffihúsunum hér í miðbænum og fengum okkur kaffi saman, sem sagt við Raggi, Fúsi og Florencia, foreldrar hennar og föðursystir sem að búsett er hér í Buenos Aries. Þetta var mjög skemmtileg stund og við sátum í góða veðrinu og spjölluðum. Við fengum okkur síðan göngutúr í átt að íbúðinni sem að við erum í og þau voru í raun að sjá hana í fyrsta skipti eftir að þau keyptu hana, síðan að frúin sem að átti hana flutti út.
Þau sátu hér góða stund og við afhentum þeim þær gjafir sem að við komum með að heiman og það var gaman, ég var t.d. með úrval af veskjum og sjölum sem að ég hafði gert og þær bara voru eins og á útsölu, næstum slógust um þetta hahahahah mér var skemmt, þessar líka fínu dömur sem að teljast til betur settu argentínumanna. Ég varð líka hálf feiminn þegar lögfræðingur fjölskyldunnar kom því að þau systkin (pabbi Flor og systir hans) voru að fara á fund með honum til að ganga frá einhverjum málum móður sinnar, sem að er að selja einhverjar eignir. Og þau fóru að sýna honum afurðir mínar, leðurveski með íslensku fiskiroði og ullarsjölin. Og hann strauk þetta og dáðist að, hahahahah.
Þau kvöddu okkur, föðmuðu og kysstu og lögfræðingurinn líka en það er bara siður hér, því að í fyrramálið eru þau að fara til Paraná. Það var skemmtilegt að eyða með þeim tíma og þau sögðu að við mundum koma aftur til Argentínu og svei mér ef að maður gerir það ekki bara eftir einhver ár.
Þetta var sem sé viðburðarríkur dagur og við enduðum á því að fara út að borða með krökkunum á spánskan stað og fengum okkur kolkrabba og allskonar dásemdar kræsingar sem að smökkuðust vel. Föðursystirin er svo búin að bjóða okkur í mat á sunnudaginn og svei mér ef að ég verð ekki að fá mér hátískudress af því tilefni þvi að hún er sú flottasta fimmtuga kona sem ég hefi séð.
En nú erum við Raggi minn að fara í bólið og bjóðum góðrar nætur héðan frá Argentínu ( mér finnst ég vera hálfgerður fréttaritari hahhahhaa) Góða nótt öll sömul.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hví léstu ekki Pabba syngja lagið? Sönghæfileikar hans eru vanmetnir. Hver man ekki eftir klassískum lögum á borð við "Spínólettó" og "Óli Skans" með tilheyrandi dansi? Það hefði verið lang sniðugast að láta hann syngja lagið og líkja eftir leik brúðunnar. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að gera ykkur að fíflum, þetta er fjarlægt land og þið eigið aldrei eftir að hitta þennan verslunarmann aftur.
Pabbi hefur aldrei verið óhræddur við smá fíflagang, samanber myndatakan með verkamönnunum í New York og öllum þeim skiptum sem hann hefur rennt bílrúðunni niður og spurt gangandi vegfarendur Reykjavíkurborgar heimskulegra spurninga. Mér til mikillar mæðu giftist ég steingeit sjálf þannig að þrátt fyrir að ég sé flutt að heiman þarf ég samt að lifa við svona kjánalæti. Alltof oft höfum við ekið niður Laugaveginn með mig í hnipri á gólfinu, því að Bragi hefur skrúfað rúðuna niður, skipt á einhverja hallæris útvarpsstöð, hækkað verulega í græjunum og slegið taktinn í stýrið eins og fáviti. Lög Ragga Bjarna og tilfinningaríkar ballöður níunda áratugarins eru í miklu uppáhaldi. Ég hélt ég myndi deyja þegar hann fór að syngja með "Wind beneath my wings" með þvílíkum andlitsgeiflum. Hann segist vera að sýna í verki vanþókknun sína á ofur-töffurunum sem aka sí og æ niður Laugaveginn með allt í botni, en ég veit að hann gerir þetta bara til að verða mér til skammar
XXX Kristín Vala og bumbubúinn
Kristín Vala (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 08:36
Hahahahah já á hann Bragi þetta til, hann leynir á sér. hahahah en þú ættir nú að vera vön, mannstu þegar pabbi þinn hrópaði á málarana sem að voru að mála eitt húsið við laugaveginn hvítt, og kom með einhver fáránleg komment á það og þeir gláptu á eftir bílnum lengi á eftir.
Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 25.4.2007 kl. 11:33
Já "hvaða málningu er verið að nota strákar" og þeir þorðu ekki annað en að svara "Kópal útimálningu" eða eitthvað álíka. Við vorum í ísbíltúr vestur í bæ þarna man ég.
Kristín Vala (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 11:45
Þú ert alveg yndislegur og skemmtilegur fréttaritari Jóna mín, ég upplifi þetta allt með ykkur. Mér finnst alveg meiriháttar þegar þú kallar þetta "foreldrafundi" því það er jú hverju orði sannara. Nú getum við svo sannarlega sett okkur í spor tengdaforeldra okkar - he he.
Blessuð vertu, reyndu að koma þér í almennileg viðskiptasambönd þarna úti kona - you never know dear how much you can get untill you try!!!
Hafdís Jónsteinsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.