Foreldrafundur

Komið þið öll blessuð og sæl.  Jæja nú vorum við að koma af foreldrafundi, eða þannig.  Foreldrar Florenciu komu í dag og verða hér i Buenos Aries fram á fimmtudag á ráðstefnu.  Við fórum út að borða í kvöld á ansi skemmtilegan stað sem  að pabbi hennar stakk uppá en það er þýskur staður sem  að heytir Edelvise eða hvernig það er nú stafað, þið munið blómið fræga úr Sound of musik.

Það fylgir því bland af eftirvæntingu og kvíða að hitta foreldra tilvonandi tengdabarna eins og við flest vitum sem að komin eru á okkar aldur, og kanske sérstaklega nú þar sem að Florencia sagði að þau töluðu  nú ekki mikla ensku og hún yrði bara túlkur.  Sem betur fer eins og í fyrri skipti þá var þetta bara afskaplega skemmtileg fyrstu kinni og ekki var nú svo sem tungumálaerfiðleikum fyrir að fara, við skildum hvort annað bara mjög vel, okkur hlakkar bara til að hitta þau aftur á þriðjudagskvöldið en þá býður föðursystir Florenciu okkur heim til sín.  Þetta eru hin skemmtilegustu hjón og það var nú svo skrítið að þrátt fyrir að þau séru fædd hér í Argentínu þá gátum við ryfjað upp svipaða hluti og höfðum bara upplifað ýmislegt sambærilegt.

Við vorum ánægð að finna hve hlý þau eru við Fúsa og koma fram við hann eins og þau eigi í honum hvert bein.  Við urðum að fá ýmislegt sem að er sér Argentínskt bæði eftirrétt og líkjör. Fúsi vildi ekki eftirréttinn þar sem að hann hefur aldrei verið mikið fyrir lina eftirréti sem að hrisstast.  Mér fannst því tilvalið að segja þeim frá eftirréttinum sem að hrisstist nú heldur betur sem að ég gerði fyrir fermingu Ólafar og hafði allt of mikið Kalúa  í þar sem að ég ruglaðist svolítið því að ég þurfti að margfalda uppskriftina svo mikið, og að eldri karlarnir í fermingunni hefðu kunnað vel að meta. Þetta þótti þeim afskaplega findið skal ég segja ykkur. 

Það kom auðvitað til tals kjötát og hjartasjúkdómar þar sem að pabbi Flor er nú hjartaskurðlæknir og hann sagði að ekki skildi borða rautt kjöt oftar en 3 í viku. Við íslendingar þurfum nú víst ekki að hafa áhyggjur af því að við borðum rautt kjöt of oft í viku, það er nú frekar annað sem að við látum í okkur sem að við þyrftum að spara við okkur.

Þau keyrðu okkur síðan heim eftir matinn og við fórum í smá bíltúr um borgina í mun fínni bíl en við eigum að venjast héðan.  Á morgun ætlum við Raggi að vera dugleg að labba til að vinna upp allt það  sem að við borðuðum í kvöld.  Ég er orðin svo syfjuð núna að ég ætla að geyma það að senda myndir þar til á morgun.

Við bjóðum góðrar nætur héðan frá Argentínu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

Ég var ekki sátt við það í gærkveldi að ég var viss um að skrifa nafnið á veitingastaðnum vitlaust, en það er Edelweis, bara að loka augunum og setja heilann í gang þá kom þetta.  En sem sagt afskaplega skemmtilegur staður.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 23.4.2007 kl. 10:50

2 identicon

Þetta er orðin alveg heljarinnar sögubók hjá þér Jóna mín og mikið skemmtileg aflestrar. Ég sé það að maður þarf ekkert að fara til Argentínu - þettar dugar alveg.

Ég geri ráð fyrir því að ekki sé mikið um fisk að fá þarna svo spurning hvort þú ættir ekki að senda Fúsa nokkrar dósir af fiskbúðingi og bollum svona til að grípa í.

Aftur á móti þekki ég vel svona dæmi í sambandi við eftirrétt - en borðar "drengurinn" ekki ís

Bestu kveðjur héðan úr Hafnarfirðinum og haldið áfram að njóta.

Hafdís Jónsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:08

3 identicon

 það er gott að þeim er jafn annt um Fúsa, eins og ykkur er um Florenciu. Við höfum aldeilis tilefni til að fagna þegar þið komið heim

Anna Linda

Anna Linda (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

jæja seggðu Anna Linda, ég er nú hrædd um það.

Kveðja Jóna og Raggi.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 23.4.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband