Hiti og meiri hiti

Uff okkur er heitt núna, okkur hefur bara aldrei verið jafn heitt.  Og stuttbuxurnar allar heima, við áttum von á ágústveðri hér.  Ekki það að ég hefði ekki notað mínar, en Raggi pottþétt sínar.  Fæturir á mér bjóða ekki upp á stuttbuxur þessa dagana, ég er samt að ná mér af þessu moskitóbiti en því miður líta leggirnir út eins og ég hafi fengið verulega slæma hlaupabólu.  Ekki veit ég hvað ég geri þegar foreldrar Florenciu koma á sunnudaginn og við ætlum að bjóða þeim út að borða á verulega fínan stað og ég ætlaði að vera í minni offwhite silkidragt og auðvitað í ljósum sokkabuxum í stíl og ljósbleiku háhæluðu skónum mínum, en það get ég ekki með fætur sem  að eru eins og í lok hlaupabólu.  Ég verð að finna eitthvað út úr því, vera bara svartklædd eins og svo margar konur eru nú hérna og ég sem betur fer með svart með mér líka.

Hitinn í dag er búin að vera næstum óbærilegur en við látum okkur hafa það samt og sátum undir skugga trjánna með bjór fyrri partinn og fórum svo til San Telmó seinni partinn og kíktum í antíkbúðir.  ÉG get sagt ykkur að þó svo að hér sé matarverð lágt, þá er það ekki á hvers manns færi að fara í antikbúðir, þar eru líka bara dyrabjöllur þannig að hver sem er villist ekki inn, en það er gaman að spá og spegúlegra get ég sagt ykkur.

Við komum svo heim og hresstum okkur aðeins við og fórum svo út að borða í kvöld og erum nýkomin inn.  Við erum svo búin á því að við ætlum bara að fara í bólið núna og ég skrifa meira á morgun og sendi nýjar myndir.

Vonum að þið hafið öll átt góðan "sumardaginn fyrsta"

Bestu kveðjur og góða nótt frá Buenos Aries.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl aftur.
Ég öfunda þig af hitanum en ekki af moskitóbitunum. Hvað með að fá sér lítrikar rósóttar sokkabuxur? Það er í tisku núna. Þá geta bitin bara verið mynstur i sokkabuxunum.

Heidi (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

Hahhahhaahah já þú segir nokkuð Heidi.  Það er best ég geri það bara.

En ég svo er hinns vegar svo heppin að ég hefi ekki haft nein óþægindi önnur en sjónmengun af þessum moskitóbitum.  Þannig að mér er svo sem engin vorkun.  En nú fer ég í sokkabuxnaleit.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 20.4.2007 kl. 10:38

3 identicon

Blessuð aftur! Eg hélt í gær að "bréfið" mitt stæði fast í tölvunni en það hefur bara verið lengur á leiðinni kanske notaði það göngulagið mitt en þú ert búin að svara svo er ekki um að villast. Það er alveg frábært að filgast með ykkur þarna um allt Eg held þið séuð búin að ganga gegnum hreinsunina miklu í öllum hellidembunum þarna . það verður fróðlegt að sjá manskapinn heimkomin með allt niður hangandi eftir þessi óðsköp öll. P ASSIÐ AÐ SJÓÐA VEL NAUTIN SEM ÞIÐ BORÐIÐ SVO ÞIÐ FARIÐ EKKI AÐ BAULA .Nei annars eg á ekki að láta svona . auðvitað er mikið gaman að setjast inn á huggulega veitingastaði og fá sér góðan mat sé ykkur alveg fyrir mér helst umvatin blómum .Gott að þið hafið rúman tíma enda nauðsinlegt þegar krakkarnir eru á fullu mér finst skemtilegt að frétta af velgengi þeirra í námi..Bið vel að heilsa blessuðum mannskapnum GÓÐA NÓTT Eg ætla að fara að senda "bréfið " af stað ekki veitir af ef það fer gangandi með mínu göngulagi eins og seinast . BLESS BLESS VALA FRÆNKA

Valgerður Hjörleifsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband