Á leið til Argentínu.

Jæja nú eru aðeins tæpir 2 sólarhringar þar til að við Raggi leggjum af stað til Argentínu.  Við ætlum að stoppa aðeins í New York og 4. apríl fljúgum við til Buenos Aries og verðum Sigfúsi syni okkar og kærustunni hans Florenciu.

Við erum orðin ansi spennt og ætlum að reyna að skoða eins margt og við getum á þessum 4 vikum sem að við verðum þar. 

Við reynum eftir fremsta megni að skrifa eitthvað skemmtilegt þannig að fjölskyldan okkar geti fylgst með okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

Smá prentvilla læddist inn enda er ég nýgræðingur í bloggi og sjálfsagt á ég eftir að gera fleiri vitleysur.  En það vantar "hjá" á undan Sigfúsi, við verðum sem sé hjá Sigfúsi og Florenciu í Buenos Aries.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 31.3.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Heidi Strand

Sæl, frábært að þú ætlar að blogga frá ferðinni. Við ætlum sko aldeilis að fylgjast með því sem þú segir frá. Kemstu annars með þennan hatt í gegnum tollskoðun?

Heidi Strand, 31.3.2007 kl. 18:55

3 identicon

Þetta er virkilega skemmtilegt hjá þér Jóna systir en eins og þú segir þá hef ég haft smá áhyggjur af pökkuninni,  hvað þá þegar fólk er að fara í svona reisu, við gætum kallað þettu Reisuferð Jónfríðar ( s.b. Reisa Guðríðar) en þetta verður vonandi mun skemmtilegra og enn og aftur hafið það gott og gaman verður að fá að fylgjast með

kveðja

Gyða systir

Gyða Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband