Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.4.2007 | 13:53
Laugardagur
Komið öll blessuð og sæl. Jæja þá er enn annar laugardagurinn og þetta líka fína veður, sólin skín og hitinn að nálgast 20 gráður. Bara eins og á norðurlandi. Í gær vorum við bara hér í rólegheitunum í þessu hverfi, fórum enn einu sinni í kirkjugarðinn sem að er alveg sérdeilis skemmtilegt að labba um og maður sér alltaf ný og ný grafhýsi. Þegar við vorum á gangi þar ásamt fleiri ferðamönnum þá stóð yfir jarðaför í kapellu sem að tengist garðinum og svo var kistan borin í grafhýsið með fjölskyldu viðkomandi, það var svolítið sérstakt að upplifa þetta.
Við fórum á handverksmarkað sem að er bara við hliðina á kirkjugarðinum alltaf á föstudögum og þar keypti ég mér Argentínskt sjal og notaði það í gærkveldi þegar við fórum út að borða. Ég held ég verði að reyna að þvo það þegar ég kem heim og athuga hvort ekki hættir að ganga úr því endalaust moher því að við Raggi vorum eins og brúnir apar í gærkvöldi, við vorum svo loðin af sjalinu.
Seinni partinn í gær fórum við á safn hér í hverfinu sem að er gömul höll og þar eru húsgögn hallarinnar til sýnis svo og þvílíkt mikið af þjóðbúningum frá fólki alls staðar að úr heiminum sem að fluttist til Argentínu. Svo ég tali ekki um handverkið sem að var þarna til sýnis.
Á milli þessara athafna okkar í gær gengum við um garðanna og stoppuðum hér og þar og fengum okkur bjórsopa í hitanum.
Við erum núna á leiðinni út að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum og byðjum að heilsa ykkur öllum.
Kveðja frá Buenos Aries.
27.4.2007 | 02:15
Fjölbreyttur dagur
Jæja nú erum við komin heim eftir mikinn dag. Við gengum lengur í dag en í gær og ætli það verði ekki þannig þar til við komum heim. Það getur alla vega ekki gengið eftir að við komum heim því að þá get ég bara ekki stundað vinnu. Við lögðum upp í langferð í dag og ég get sagt ykkur að það er endalaust hægt á skoða og láta hlutina koma sér á óvart í þessari borg. Það var dásamlegt veður og við löbbuðum og löbbuðum (fáránlegt orð) við skoðuðum eitt og annað sem að við áttum eftir að sjá m.a. frábært gamlalt leikhús með búningum og leikmyndum, algjörlega frábært. Þegar við vorum búin að ganga í 4 klukkutíma með hálftíma stoppi til að fá okkur samloku og bjórsopa þá fengum við okkur bara leigubíl heim.
Við fengum okkur lúr í klukkutíma og hresstum okkur við og ákváðum að fara út að borða, en krakkarnir eru að kenna í háskólanum og við því enn og aftur ein á bát.
Við lögðum af stað hér upp að svæðinu sem að allt er að gerast. Svo margir veitingastaðir að maður veit bara ekkert í sinn haus.
Við vorum pínulítið eins og villuráfandi sálir og einhvernveginn lá leið okkar upp að kirkjunni sem að ég hefi sagt ykkur svo oft frá. Klukkan var að verða átta og mikið af fólki á leið inn í kirkjuna. Við bara eltum fólkið og inn í kirkjuna.
Við sem sagt sátum katholska messu í klukkutíma og það var öðruvísi en ég átti von á . Það var yndislegt, snjóhvít kirkjan með öllu því dásamlega skrauti sem að prýðir hana,dýrðlingum og öðru skrauti. Þessi kirja er kanske aðeins minni en Hallgrímskirkja, en á fimmtudagskvöldi kl. 8 fylltist hún smám saman af fóki, alls konar fólki, ekki bara fóki sem að maður ákveður að fari í messu kl. 8 á fimmtudagskvöldi, heldur fóki af öllum gerðum. Þarna komu konur með poka úr fínum búðum sem að þær höfðu verið að versla í, menn í hátískufötum, konan fyrir framan okkur var í gallabuxum úr búðinni sem að er hér á horninu í húsinu okkar. Þarna voru konur með mikið af gulli, sem sagt sálir af öllum gerðum. Þessi messa var ekki mjög frábrugðin messum heima. Við meira að segja skildum margt og við héldum að fallegur kór mundi syngja nei það var gítarleikur og duett sem að sungu. Mjög fallegt og söfnuðurinn tók undir. Í miðri messu hvatti presturinn greinilega til þess að fólk tæki utanum um hvort annað eða tækist í hendur og upphófst mikil faðmlög og auðvitað urðum við að taka þátt í því og bara nutum þess eins og aðrir kirkjugestir.
Eftir þessa sérstöku og fallegu messu fundum við veitingahús sem að pabbi Florenciu var búin að benda okkur á . Þýskan stað þar sem að söfnuðust saman broddborgarar með mikið af gulli (sem að ég skil alltaf eftir heima, ég skil ekki af hverju) og þarna voru hjartarhausausar og villisvínshausar á veggjum og allt mjög þýskt, og afskaplega góður matur sem að við nutum.
Við erum nú á leið í bólið því að sólardagur bíður okkar á morgun og krakkarnir ætla að reyna að vera í frí á morgun, en ég sé að það er satt sem að Ólöf hafði eftir íslenskri konu í París sem að er gift arkitek, að engin stétt vinnur eins mikið eins og arkitektar.
Góða nótt öll sömul og kveður frá Buenos Aries.
26.4.2007 | 02:17
25. apríl
Jæja komið þið sæl öll sömul. Nú er kl. að verða 23.00 og það er 25. apríl. Fyrir 37 árum vorum við Raggi í Grillinu á Hótel Sögu að borða og fórum á eftir í Sigtún þar sem að Nasa er núna. Við vorum að fagan því að fyrr um daginn settum við upp hringana. Við eigum sem sé 37 ára trúlofunarafmæli í dag. Þar sem að við erum alltaf alla daga að hafa það gaman og gott, var þessi dagur svo sem ekkert öðruvísi nema að því leiti að ég sagði Ragga hvaða dagur væri þegar við stóðum á gangstétt við eina af breiðgötunum hér, á leiðinni í einn af okkar löngu göngutúrum og hann rak mér rembingskoss. Það virtist ekki koma neinum á óvart, enda hegðar fólk sér hér allavega.
Við héldum áfram göngunni og stefnan tekin á fræga kirkju sem að heytir Iglesia del Socorro og er fræg fyrir að mikið af frægu fólki hefur gift sig í henni, en enn frægari fyrir sögu stúlku að nafni Camila og prestsins hennar sem að féllu hugi saman og þau flúðu en náðust og voru tekin af lífi þrátt fyrir að hún ætti von á barni þeirra. Um þessa sögu var gerð myndin Camila sem að árið 1985 var tilnefnd til Oscars verðlauna sem besta erlenda myndin. Eftir að hafa skoðað þessa kirkju fórum við á fallegt kaffihús á hinu horninu sem ber nafn kirkjunnar og fengum okkur kaffi og heita samloku. Við héldum síðan göngutúrnum áfram og gengum í 3 klukkutíma í góðu veðri en þó því kaldasta hér síðan við komum, bara 12 gr. hiti og sólarlaust.
Í gær keyptum við okkur alveg frábæra bók sem að er um fræg hornhús Buenos Aries, þar komumst við t.d. að því að í gær þegar við fórum á kaffihús með foreldrum og frænku Florenciu, völdum við án þess að vita uppáhalds kaffihús leikarans Roberts Duvall en hann segir að þetta kaffihús sé það besta í veröldinni, og þar hafið þið það. Það eru þarna kaffihús hlið við hlið og á milli þeirra er gúmmítré sem að var plantað árið 1878 og nær orðið yfir í það minnsta 3 kaffihúsanna.
Á morgun er spáð sól aftur og á að vera sól alveg fram yfir helgi svo langt sem spáin nær, svo við hugsum okkur gott til glóðarinnar og ætlum að fara af stað á okkar gúmmískóm og njóta lífsins.
Ég sendi ykkur nokkrar myndir í Argentínumöppuna. Góða nótt öll sömul og ég vona að ylurinn sem að Siggi Stormur spáir á Norðurlandi nái til ykkar líka.
25.4.2007 | 02:58
30 Grandes Tangos
Góðan daginn öll sömul. Jæja við erum búin að gera margt í dag, og sitjum nú hér og hlustum á diska sem að við keyptum i gærkveldi á leið úr bænum með 30 vinsælustu tangó lögum sem að gefin hafa verið út. Við tókum frábært myndband sem að ég sagði ykkur frá þegar við fórum fyrst í San Telmó, þar sem að leikbrúða tjáði tilfynningar sínar en kærastan hafði yfirgefið hann. Þetta lag sem að sungið var heltók okkur og við vorum ákveðin í að reyna að finna disk með þessu lagi. Erum búin að læra það og næstum komið að okkur að syngja það í búðinni til að fá diskinn. Ég ákvað samt að segja bara við unga manninn sem að afgreiddi í búðinni að ég væri að leita að lagi um mann sem að væri með brostið hjarta því að kærastan hans og dansfélagi hefði yfirgefið hann, við hefðum séð svo frábært brúðu show í San Telmo og værum sem sé að leita að þessu lagi. Hahahahahah æææææ þið vitið að ég er snillingur í að lenda í svona hallærislegheitum. Hann fór auðvitað að hlæga þessi ungi maður og kannaðist ekki neitt við þetta en benti okkur á þennan disk sem að við keyptum. Og viti menn, að vísu ekki söngvarinn sem að syngur þetta fyrir brúðuna í San Telmó, heldur kona en það er bara í lagi, það er svo margt flott á þessum 2 diskum þannig að við erum bara mjög sæl með þá.
Í morgun vöknuðum við í þessu líka fína veðri, sólin skein og hitinn 19 gráður og þegar krakkarnir voru farin í vinnu drifum við okkur í sturtu og síðan út og fórum á dásamlegt kaffihús í frönskum stíl og fengum kaffi og litlar smákökur með og sátum í sólinni og nutum að horfa á trén, fuglana sem að kroppuðu upp restarnar eftir kaffihúsagesti og auðvitað hvort annað. Þegar við höfðum klárað kaffið fórum við og gengum eftir einu að breiðstrætunum hér, en það eru fallegir garðar með fram þeim öllum. Gengum fram hjá mörgum styttum m.a. einni af Evitu sem að er algjör frelsishétja hér.
Við fórum síðan í Þjóðmynjasafnið hér sem að er risastórt og mikið af svo flottum listaverkum að við fórum út sæl og glöð, full af sögu bæði Argentínu og þeirra landa sem að argentínumenn koma frá.
Veðrið var dásamlegt og við fengum okkur góðan göngutúr og á leiðinni heim á okkar uppáhalds stað og fengum okkur ískaldan bjór (glösin sem að bjórinn hér er borinn fram i eru sett í frysti áður en að þau eru notuð). Við fórum síðan heim, fengum okkur smá lúr í hálftíma og höfðum okkur síðan til, því að nú var foreldrafundur nr. 2. Við hittumst öll á einu af skemmtilegu útikaffihúsunum hér í miðbænum og fengum okkur kaffi saman, sem sagt við Raggi, Fúsi og Florencia, foreldrar hennar og föðursystir sem að búsett er hér í Buenos Aries. Þetta var mjög skemmtileg stund og við sátum í góða veðrinu og spjölluðum. Við fengum okkur síðan göngutúr í átt að íbúðinni sem að við erum í og þau voru í raun að sjá hana í fyrsta skipti eftir að þau keyptu hana, síðan að frúin sem að átti hana flutti út.
Þau sátu hér góða stund og við afhentum þeim þær gjafir sem að við komum með að heiman og það var gaman, ég var t.d. með úrval af veskjum og sjölum sem að ég hafði gert og þær bara voru eins og á útsölu, næstum slógust um þetta hahahahah mér var skemmt, þessar líka fínu dömur sem að teljast til betur settu argentínumanna. Ég varð líka hálf feiminn þegar lögfræðingur fjölskyldunnar kom því að þau systkin (pabbi Flor og systir hans) voru að fara á fund með honum til að ganga frá einhverjum málum móður sinnar, sem að er að selja einhverjar eignir. Og þau fóru að sýna honum afurðir mínar, leðurveski með íslensku fiskiroði og ullarsjölin. Og hann strauk þetta og dáðist að, hahahahah.
Þau kvöddu okkur, föðmuðu og kysstu og lögfræðingurinn líka en það er bara siður hér, því að í fyrramálið eru þau að fara til Paraná. Það var skemmtilegt að eyða með þeim tíma og þau sögðu að við mundum koma aftur til Argentínu og svei mér ef að maður gerir það ekki bara eftir einhver ár.
Þetta var sem sé viðburðarríkur dagur og við enduðum á því að fara út að borða með krökkunum á spánskan stað og fengum okkur kolkrabba og allskonar dásemdar kræsingar sem að smökkuðust vel. Föðursystirin er svo búin að bjóða okkur í mat á sunnudaginn og svei mér ef að ég verð ekki að fá mér hátískudress af því tilefni þvi að hún er sú flottasta fimmtuga kona sem ég hefi séð.
En nú erum við Raggi minn að fara í bólið og bjóðum góðrar nætur héðan frá Argentínu ( mér finnst ég vera hálfgerður fréttaritari hahhahhaa) Góða nótt öll sömul.
24.4.2007 | 13:29
Sólin skín á ný
Komið öll blessuð og sæl. Jæja þá skín sólin aftur, það var þó ósköp gott veður í gær þó að það væri sólarlaust. En það er alltaf gaman að láta sólina skína á sig.
Við höfðum það bara rólegt í gær og fengum okkur góðan göngutúr, fórum síðan um 8 í miðbæinn sem að er nú bara í 5 mínútna göngufæri og settumst á útiveitingahús og fengum okkur rauðvínstár. Krakkarnir voru að kenna í skólanum og við því ein á röltinu. Það var mjög notarlegt, við vorum að vísu að kafna úr hita á þessum útiveitingastað því að þegar hitinn er orðin niður í 15 gr. á kvöldin þá finnst heimamönnum orðið kalt og það eru ekki hitastaurarnir eins og heima heldur girða þeir með svona vírum eins og rafmagnsvírarnir sem að halda búfénaði frá svæðum sem að þeir meiga ekki komast inn á, og þessir vírar sem sagt settir í allt í kring um svæðið og loftið og það bara streymir á mann hitinn úr öllum áttum, en þetta var notarlegt.
Núna eru við að koma úr sturtunni og ætlum út að njóta veðursins og hitta síðan krakkana og mömmu Florenciu á kaffihúsi upp úr 4 í Palermó og labba eitthvað um hverfið og svo verður annar foreldrafundur í kvöld.
ÉG reyni nú að koma mér að því að setja inn nýjar myndir í kvöld eða fyrramálið en við höfum ekki verið eins dugleg í myndatökunum núna í 2 daga, en bætum kanske úr því í dag.
Hafið það öll gott og ég sé að hitatölur eru á uppleið hjá ykkur sem betur fer.
Bestu kveðjur frá Buenos Aries.
23.4.2007 | 02:27
Foreldrafundur
Komið þið öll blessuð og sæl. Jæja nú vorum við að koma af foreldrafundi, eða þannig. Foreldrar Florenciu komu í dag og verða hér i Buenos Aries fram á fimmtudag á ráðstefnu. Við fórum út að borða í kvöld á ansi skemmtilegan stað sem að pabbi hennar stakk uppá en það er þýskur staður sem að heytir Edelvise eða hvernig það er nú stafað, þið munið blómið fræga úr Sound of musik.
Það fylgir því bland af eftirvæntingu og kvíða að hitta foreldra tilvonandi tengdabarna eins og við flest vitum sem að komin eru á okkar aldur, og kanske sérstaklega nú þar sem að Florencia sagði að þau töluðu nú ekki mikla ensku og hún yrði bara túlkur. Sem betur fer eins og í fyrri skipti þá var þetta bara afskaplega skemmtileg fyrstu kinni og ekki var nú svo sem tungumálaerfiðleikum fyrir að fara, við skildum hvort annað bara mjög vel, okkur hlakkar bara til að hitta þau aftur á þriðjudagskvöldið en þá býður föðursystir Florenciu okkur heim til sín. Þetta eru hin skemmtilegustu hjón og það var nú svo skrítið að þrátt fyrir að þau séru fædd hér í Argentínu þá gátum við ryfjað upp svipaða hluti og höfðum bara upplifað ýmislegt sambærilegt.
Við vorum ánægð að finna hve hlý þau eru við Fúsa og koma fram við hann eins og þau eigi í honum hvert bein. Við urðum að fá ýmislegt sem að er sér Argentínskt bæði eftirrétt og líkjör. Fúsi vildi ekki eftirréttinn þar sem að hann hefur aldrei verið mikið fyrir lina eftirréti sem að hrisstast. Mér fannst því tilvalið að segja þeim frá eftirréttinum sem að hrisstist nú heldur betur sem að ég gerði fyrir fermingu Ólafar og hafði allt of mikið Kalúa í þar sem að ég ruglaðist svolítið því að ég þurfti að margfalda uppskriftina svo mikið, og að eldri karlarnir í fermingunni hefðu kunnað vel að meta. Þetta þótti þeim afskaplega findið skal ég segja ykkur.
Það kom auðvitað til tals kjötát og hjartasjúkdómar þar sem að pabbi Flor er nú hjartaskurðlæknir og hann sagði að ekki skildi borða rautt kjöt oftar en 3 í viku. Við íslendingar þurfum nú víst ekki að hafa áhyggjur af því að við borðum rautt kjöt of oft í viku, það er nú frekar annað sem að við látum í okkur sem að við þyrftum að spara við okkur.
Þau keyrðu okkur síðan heim eftir matinn og við fórum í smá bíltúr um borgina í mun fínni bíl en við eigum að venjast héðan. Á morgun ætlum við Raggi að vera dugleg að labba til að vinna upp allt það sem að við borðuðum í kvöld. Ég er orðin svo syfjuð núna að ég ætla að geyma það að senda myndir þar til á morgun.
Við bjóðum góðrar nætur héðan frá Argentínu.
22.4.2007 | 00:23
Góða nótt
Jæja nú er dagur að kveldi kominn og við ætlum að fara að horfa saman á mynd. Við erum búin að eiga skemmtilegan dag, fórum á mjög flott safn hér í borginni og sáum margt skemmtilegt. Við fórum síðan í eitt af mínum uppáhaldshverfum, Palermó þar sem að vinnustður Flor og Fúsa er, og þar fórum við á bar, resturant sem að er mælt með í bókinni grænu um Buenos Aries sem að Kristin Vala gaf okkur áður en að við fórum, aldeilis frábær staður. Þegar við komum út var heldur betur farið að rigna, en nú höldum við að haustið sé komið með rigningardögum, þó kvörtum, við íslendingar ekki yfir þessu veðri þá er bara að spenna upp regnhlífina og hafa gaman af skruggunum sem að heyrast af himnum ofan.
Þegar við vorum orðin sæmilega blaut fórum við inn á ítalskan resturant. Þetta er alveg ótrúlega flott hverfi, þarna eru svo margir ungir hönnuðir með svo frábærar búðir, fullar af flottum fatnaði, skóm, veskjum og ýmsu til heimilisins.
Mér þótti gaman að sjá að hún Vala frænka mín er búin að setja athugasemdir inn á bloggið mitt, því að eins og ég sagði í einu blogginu, þá finnst mér að fleiri verði að fá að njóta hennar einstöku orðheppni.
Jæja nú er beðið eftir mér í að horfa á mynd, og við ætlum að horfa á Gluggan á bakhliðinni með James Stuart.
Bestu kveðjur til ykkar allra frá Buenos Aries.
21.4.2007 | 11:29
Góðan daginn
Góðan daginn öll sömul. Jæja ég ég er vöknuð og er að hella mér á könnuna en svo vakna hinir í kjölfarið þegar kaffi ilmurinn fer að berast í nefið á þeim. Kl. er nú bara rétt hálf átta en það er minn tími, sama hvort ég er hér út við Suðurskaut eða heima.
Við tókum því bara rólega í gær, hitinn var töluvert minni eða um 19 gráður. Við löbbuðum á nýlistasafn sem að er hér í nágrenninu og skoðuðum það, en þar voru bæði, ljósmyndir og málverk og margt skemmtilegt. Eftir það röltum við aðeins um handverksmarkað sem að rís hér um helgar í garðinum sem að þetta listasafn stendur við og þar var margt skemmtilegt að sjá og hver veit nema að ég fari aðeins í dag og kaupi eitthvað, en ég var ekki með mikið af peningum á mér í gær. Við ákváðum því að koma við í banka og ná í pening, en þegar þangað var komið voru dyrnar harðlæstar og inni fyrir framan hraðbankana sat öryggisvörður með marga svarta plastpoka og allir hraðbankarnir opnir. Það var sem sagt greinilega verið að fylla á. Við hlið bankans eru aðrar dyr þar sem að hægt er að komast inn og þar er staðsettur ein hraðbankamaskína, á henni stóð, allir peningar búnir. Hahahah þetta er ekki í fyrsta skipti sem að við lendum í því. Við ákváðum að fara bara inn og leggja okkur í hálftíma, enda er þessi banki bara hér handan við hornið, ég nennti ekki að fara í aðra banka því að þetta er algengt hér sérstaklega um helgar að það klárast úr maskínunum því að Fúsi segir að þeir séu greinilega ekki að setja of mikið í þær í einu. T.d. er ekki hægt að taka út nema 300 pesósa í flestum maskínum sem að eru um 8000 kr. en í þessum sem að við förum í er hámarkið 500 pesósar, þannig að ef maður ætlar að kaupa eitthvað af ráði þá er um að gera að hamstra bara pening í einhvern tíma. Við fórum svo bara aftur klukkutíma síðar og þá var allt komið í lag.
En sem sé best að hafa þetta allt á hreinu því að hér eru peningamaskínur ekki á hverju horni eins og heima, bara inni í andyrum bankanna og ekki allir bankar sem að eru að þjónusta Visakortshafa.
Í gærkvöldi sýndi Fúsi slidesmyndir sem að hann hafði verið að ná í úr framköllun og það voru myndir frá jólunum heima og síðan frá ferð þeirra með fjölskyldu Florenciu á strandstað í Uruguay, það er alltaf skemmtileg stemming að horfa á slidesmyndir, mynnir mann á gamla daga þegar pabbi sýndi slides eftir að hver filma var kláruð.
Í dag ætlum við á stórt og mikið listasafn sem að geymir víst margt áhugavert. Það átti nú að vera rigning í dag en eitthvað hefur hún farið annað því að það er hreint ekki rigningarlegt úti.
Hafið öll góða helgi og við látum heyra frá okkur.
Kær kveðja héðan frá Buenos Aries.
20.4.2007 | 03:06
Hiti og meiri hiti
Uff okkur er heitt núna, okkur hefur bara aldrei verið jafn heitt. Og stuttbuxurnar allar heima, við áttum von á ágústveðri hér. Ekki það að ég hefði ekki notað mínar, en Raggi pottþétt sínar. Fæturir á mér bjóða ekki upp á stuttbuxur þessa dagana, ég er samt að ná mér af þessu moskitóbiti en því miður líta leggirnir út eins og ég hafi fengið verulega slæma hlaupabólu. Ekki veit ég hvað ég geri þegar foreldrar Florenciu koma á sunnudaginn og við ætlum að bjóða þeim út að borða á verulega fínan stað og ég ætlaði að vera í minni offwhite silkidragt og auðvitað í ljósum sokkabuxum í stíl og ljósbleiku háhæluðu skónum mínum, en það get ég ekki með fætur sem að eru eins og í lok hlaupabólu. Ég verð að finna eitthvað út úr því, vera bara svartklædd eins og svo margar konur eru nú hérna og ég sem betur fer með svart með mér líka.
Hitinn í dag er búin að vera næstum óbærilegur en við látum okkur hafa það samt og sátum undir skugga trjánna með bjór fyrri partinn og fórum svo til San Telmó seinni partinn og kíktum í antíkbúðir. ÉG get sagt ykkur að þó svo að hér sé matarverð lágt, þá er það ekki á hvers manns færi að fara í antikbúðir, þar eru líka bara dyrabjöllur þannig að hver sem er villist ekki inn, en það er gaman að spá og spegúlegra get ég sagt ykkur.
Við komum svo heim og hresstum okkur aðeins við og fórum svo út að borða í kvöld og erum nýkomin inn. Við erum svo búin á því að við ætlum bara að fara í bólið núna og ég skrifa meira á morgun og sendi nýjar myndir.
Vonum að þið hafið öll átt góðan "sumardaginn fyrsta"
Bestu kveðjur og góða nótt frá Buenos Aries.
19.4.2007 | 14:20
Gleðilegt sumar
Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars. Fréttum að það hefði frosið saman í nótt og á það ekki að gefa okkur von um að sumarið verði gott. Ég mundi allavega þakka fyrir að fá einn dag í viku eins og dagarnir hér eru núna, en það er enn einn hitadagurinn, jafnvel þó að það eigi að vera komið haust.
Jæja við ætlum út að njóta góða verðursins og hafið það öll sem best í dag sem aðra daga.
Kveðja frá Buenos Aries.