1.5.2008 | 02:19
Met safnið og sólin skín á ný
Í gærmorgun fórum við með regnhlífarnar okkar sem að við keyptum hér úti á horni, inn á Manhattan og upp á Times squere. Þar fórum við auðitað í stóru dótabúðina og kíktum í nokkrar búðir enda lítið annað að gera í rigningunni svona fyrir hádegi. Eftir að hafa fengið okkur úrvals salat á afskaplega finum matsölustað sem að heytir Europian Coffie fórum við niður í Soho þar sem að ég átti eftir að ljúka nokkrum erindum og þegar við komum upp úr lestarstöðinni var sólin farin að skína aftur og við gátum labbað um og notið þess, og Ragnar varð heldur ekki blautur við að bíða fyrir utan búðirnar eftir mér, hann sagðist hafa beðið fyrir utan eina í klukkutíma, en ég held að það séu orðum aukið hjá honum.
Við enduðum Soho ferðina á að koma við í Dean and Deluca og kaupa brauð og ost eða kanske bara til að fara inn í þessa dásemdar búð og njóta þess að vera þar inni, kíkja í hillur og láta smotterí detta i innkaupakörfuna. Á leiðinni heim í lestinni dáðumst við að því hve fólk hér virðist vera hjálplegt við samborgara sína. Í þessari lest sem að við tökum er alls konar fólk, þó mest svart fólk og fólk frá Asíu. Fólk sem að ekki hefur efni á að lifa því lífi sem að við lifum og svo sést stöku útigangsmaður sem að er færa sig á milli hverfa. Það var t.d. einn á sunnudagsmorguninn sem að var að fara úr hverfinu og við hlið hans settist ung og hugguleg stúlka. Maðurinn sem að var ca. á miðum aldri var greinilega í öllum fötunum sem að hann átti, og var að því er virtist ósofinn með rauðhlaupin augu. Hann þurfti á aðstoð að halda, fá upplýsingar um hvar hann átti að fara af lestinni og stúlkan var til að byrja með ekki mjög spennt að hjálpa honum. En hún sá að sér og pikkaði í hans óhreinu öxl og spurði hann nánar út í hvert hann væri að fara og fór í kortið og sagði honum til og eftir smá stund voru þau farin að spjalla saman. Annað dæmi sáum við í gær þar sem að gamall gyðingur kom inn í lestina og spurði hvar F lestinn væri og við hliðina á okkur sat ungur og mindarlegur blámaður, sem að var ekki seinn á sér að stökkva upp og út að dyrunum og benda þeim gamla, sem að leit út eins og Fakin nema hreinn, á hvert hann ætti að fara.
Í dag fórum við með Heidi og Rilke í Met safnið og það er alltaf ansi skemmtilegt að koma þar, endalaust getur maður dáðst af handbragði fólks frá þvi löngu fyrir Krist og fram á síðustu öld. Við eyddum 5 klukkutímum þar og hefðum getað verið lengur. Við enduðum daginn síðan á því að hitta Fúsa á Starbuck coffie og fórum þaðan að fá okkur sushi.
Á morgun ætlar Fúsi síðan að vera í fríi og þá ætlum við að sjá m.a. sýninguna hans Ólafs Elíassonar í Moma .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Eru þið komnir heim?
Heidi Strand, 3.5.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.