28.4.2008 | 03:11
Museum of National history með viðkomu í Harlem
Ég veit að ég stend mig ekki nógu vel í blogginu, en ástæðan er að ég er oft orðin löt og lúin þegar við komum heim eftir mikið labb og lestarferðir. En ég er líka búin að ná gjörsamlega tökum á lestarkerfinu hér, er ekki lengur í vafa hvort við erum á leið optown eða downtown og hvar við eigum að hlaupa upp eða út og suður á milli brautarpalla. Það var þó "innfædd" kona sem að ruglaði mig í dag á leið okkar í Museum of National history. Við vorum í 3. og síðustu lestinni sem að við þurftum að taka á þessari leið okkar frá Brooklyn og upp á safn. Þegar ferðin í 3. lestinni var u.þ.b. hálfnuð þá spyr okkur kona sem er á leiðinni út úr lestinni hvort við séum að fara upp á safn og ég jánka því. Hún segir "þá mundi ég skipta um lest og fara yfir í þessa" og bendir á lest hinum megin á brautarpallinum og sagði að sú sem að við værum í væri hraðlest og færi fram hjá stöðinni okkar. Við náttúrulega stóðum upp og treystum henni betur en okkur og færðum okkur yfir. Henni hefur orðið á í messunni í upplýsingagjöfinni því að sú sem að hún sagði okkur að færa okkur í var hraðlestin og fór yfir allar næstu stöðvar og við enduðum í Harlem.
Lestarstöðin í Harlem var ekki mjög huggó, gömul stöð sem að greinilega átti eftir að taka í gegn og merkingar þar í lágmarki. Við fundum þó lest til að fara með til baka töluverða leið og vorum 20 mín síðar komin í safnið þar sem að við skoðuðum margt sem að við höfðum séð áður og líka margt sem að hafði farið fram hjá okkur í síðustu heimsókn okkar í safnið.
Eftir að hafa eitt góðum parti dagsins þar fórum við niður á 4. stræti og fórum inn í Starbuck og fengum okkur kaffi og graskerskökusneið sem að við skiptum með okkur. Á meðlætinu sem að selt er í Starbuck er verðmiði og fyrir neðan verðið er skrifað hversu margar hitaeiningar eru í kökusneiðinni, og í þessari sameiginlegu sneið okkar Ragnars eru 380 hitaeiningar, þess vegna deilum við henni með okkur . Við héldum síðan heim á leið til Fúsa og Florenciu þar sem að þau voru að hamast við að klára verkefni sem að Florencia á að skila á morgun. Við komum við í kjötmarkaðnum sem að er hér í hverfinu og þar eru bara mexikanar og vitið þið hvað sá sem að afgreiddi okkur spurði mig. Hahahaha "ertu grísk". Sem sé í annað skipti hér í þessari borg sem að ég er spurð að því, í alvöru ég veit að ég er með stórt nef en er það svona stórt??? Nú svo eru það kanske krullurnar sem að blekkja þá en einhvernvegin efast ég um að mexikanarnir í þessu hverfi hafi mikið verið að skoða styttur af grískum gyðjum.
Við elduðum síðan kjötið og kartöflurnar og gerðum salat og krakkarnir voru voða ánægð með þetta og líka hann Egill samleigjandi.
Við erum nú á leið í rúmið og bjóðum öllum góðrar nætur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú grísk og ég þýsk hehehe, sonur og tengdasonur stundum franskur og stundum spanskur og Matti að austan. Anna Linda var spurð hvort hún væri tyrknesk í Tyrklandi.
Við vorum í fermingarveislu í gær hjá Auði. Hekla naut sín alveg í botn. Hún horfði á fólk eins og hún væri að lesa bók, einbeitti sér af hverjum og einum. Hún var óð í skarti og hári í gær, leit bara við gulli og hafði engan áhuga fyrir silfri, alveg sama hvað það var skrautlegt.
Heidi Strand, 28.4.2008 kl. 23:00
Hahahahah já snemma beygist krókurinn Heidi. Ég sé hana alveg fyrir mér hárreyta fínar frúr.
Já það er gaman þegar fólk er að geta sér til hvaðan maður kemur og þegar maður leiðir það í sannleikann á það bara ekki orð, sumir hér hafa aldrei fyrr hitt manneskju frá Íslandi sem að gerir mann jú að pínu stjörnu í þeirra augum hahahah. Hafið það gott.
Jóna Kristins (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.