Sunnudagsmorgun

Jæja þá er komin sunnudagsmorgun. Það er greinilegt að fólkið í þessu hverfi heldur hvíldardaginn heilagann, hér er bara allt í rólegheitunum og sést ekki nokkur maður á ferli héðan úr stóra glugganum.  Hér við hliðina á okkur er kirkja og Fúsi segir að það verði sannkallað fjör þegar hringt er til messu, ég er mjög spennt að upplifa það. 

Fúsi leigði sér Van í gær eins og til stóð og við fórum með mótelið, þetta var skemmtileg og öðruvísi ferð.  Ég sagði líka við hana Flor að venjulegt fólk tæki sér fínan bíl á leigu og keyrði út í sveit en Fúsi bauð okkur út í sveit á sendiferðabíl.  Þar sem að Ragnar sat á pullum við hlið mótelsins í rýminu fyrir aftan framsætin, sagði að honum fyndist hann vera á leið í bankarán.  Ég hefi alltaf litið svona hvíta Van bíla hornauga í Ameríku, kanske vegna þess að í bíómyndunum er yfirleitt einhverjir ribbaldar á ferð í svoleiðis bílum sérstaklega ef að þeir eru með rispum á eins og þessi var með, en nú veit ég að fólk leigir þetta til ýmissa nota, og ég gef þeim ekki oftar hornauga.

Það var eins og að koma í ævintýraland að koma til Princeton.  Þetta er hinn fullkomni háskólabær.  Það eru fullkomin hús, fullkomnar götur og veitingahús, fullkomnir bílar og "fullkomið fólk"  hvergi sást fátæklegt fólk eða hvað þá heldur fólk sem að virtist hvergi eiga höfði sínu að halla.  Við höfðum það á tilfinningunni að þetta væri bær sem að hefði verið búin til í tölvuleiknum Sims.  Það var dásamlegt að ganga þarna um garða og götur, setjast á kaffihús og fá sér ískaffi í hitanum og njóta samvistanna við Fúsa og Flor.   Hún hefur mikið að gera og gat ekki verið með okkur nema 2 tíma, þá þurfti hún að þjóta og klára verkefni sem að hún á að skila í dag.  Hún sá fram á vinnu langt fram eftir nóttu og ætlaði að njóta þess að kroppa í íslenskt súkkulaði sem að við komum með handa henni.  Um næstu helgi kemst hún svo til New York og þá förum við öll saman út að borða og höfum það gaman.  Jæja þá ætlum við að fá okkur kaffi og koma okkur niður á Manhattan.

Kær kveðja til ykkar allra.

Fúsi þurfti að skreppa í vinnuna, þeir félagar hans þurftu á aðstoð hanns að halda og við förum bara inn á Manhattan og hittum hann svo síðar í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, eins og gata í Sims!

Við vorum að koma heim úr fermingaveislunni. Hekla liggur hérna í sófanum hjá okkur og hlær þegar Tómas geispar, hún heldur sjálfsagt að hann sé að brosa til hennar. Amma og Afi biðja að heilsa.

 XXX Við á Bestó

Kristín Vala, Bragi og Hekla (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband