11.9.2007 | 08:13
Haustverkin
Það virðist vera orðin löngu árviss viðburður að lús heimsæki skóla landsins á haustin. Ég man eftir þegar mín börn voru á grunnskólaaldri, kom eitt og eitt tilfelli í nokkrum skólum og ég man að mér þótti það hræðileg tilhugsun ef að börnin fengju lús.
Það kom tölvupóstur frá skóla drengjanna í gær og var tilkynnt að nú væri lúsarfaraldur og fólk skyldi byrja á kemba. Drottinn minn dýri, ég fór að leita að kambinum sem að Ólöf sagði að væri í vissri körfu á baðinu, og jú ég fann einn, en hann er næstum tannlaus eftir notkun fyrri ára. Ég er ekki hissa á því, þetta er greinilega kambur sem að er ódýrari í framleiðslu en kamburinn sem að ég keypti þegar Ólöf var lítil og ég átti hann alla tíð, ætli hann mundi bara ekki finnast hjá mér ef að ég leita.
En ljóst er að ég verð að fara á stúfana og kaupa nýjan lúsakamb svona til vonar og vara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman ad lesa af hinu daglega lifi heima. Thad fer ther mjog vel ad blogga mamma! Vid vorum a aefingu, ein songkonan segir ad eg se grupppian hans _Gunnars ! Thetta er otrulega fint folk sem hann er ad vinna med, einsog stor fjolskylda. Eg skrifa nidur athugasemdir thegar gunni er ad syngja en thess a milli les eg i Grimmsaevintyrum eda prjona. eg prjonadi naestum heilan bleikan sokk i kvold og klaradi annan. Folki i kringum mig fannst thetta frekar fýndid. Jaeja, aetla ad labba heim med heldantenorinn. Hann verdur vist i Paris fra lokum januar i nokkra manudi og gloi buinn ad panta far til Parisar i jolagjof. xxxxOlof
Olof (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:32
Það er þér líkt að eiga 30 ára gamlann lúsarkamb í fórum þínum! Það er ekki nema von að geymslan hjá ykkur sé yfirfull af allskyns drasli. Það kemur að því einhvern daginn að við Olla laumumst inn í kompu hjá ykkur og flokkum í þrjá flokka: 1) henda núna 2) henda á eftir 3) fara með í Þjóðminjasafnið.
Kristín Vala og bumban (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.