Byrjun skólaviku og geitungur

Jæja allt gekk nú vel fyrir sig í morgun, nema að íþróttataskan hans Jökuls fannst bara alls ekki, þannig að útiíþróttafötin og skórnir fóru bara í eitt af stóru hólfunum í skólatöskunni.  Þegar við vorum um það bil að ganga frá nestinu og fara í fötin þá urðum við var við þennan líka stóra geitung í íbúðinni.  Jökull tók honum nú bara næstum því fagnandi eða þannig en við Ragnar yngri vorum ekki alveg eins hress.  Skólatöskunum var hent fram á gang og peysunum og svo strákunum á eftir og við kláruðum okkur þar og þeir fóru í skólann.

Ég fór með varfærni aftur inn í íbúðina en geitungurinn finnst ekki, kanske að hann hafi rambað aftur á gluggann sem að hann kom inn um.

En jæja mér er ekki til setunnar boðið það bíður mín eldhúsgólf á Bergstaðarstræti til að klára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Gott að geitungurinn hvarf. Bróðir minn og Immu drepa geitunga með fingrunum.

Þegar ég var lítil setti bróðir minn geitunga inn í náttfötin mín eftir að hafa rifið af þeim vængina. Svo horfði hann hlæjandi á þegar systurin ætlaði að hátta.

Sagan segir að geitungar séu afrakstur þess þegar djöfullinn gerði tilraun til að skapa hunangsflugur. 

Heidi Strand, 10.9.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband