10.9.2007 | 00:24
Ný skólavika
Jæja nú er skóli á morgun og amma búin að undirbúa að vekja stráka og eiga nýtt brauð, var að hnoða og það skal hefast á meðan við sofum og fara inn í ofn rúmlega 7 í fyrramálið. Eftir kvöldmatinn fóru þeir í sturtu og Jökull æfði sig og svo fóru þér beint í rúmið án þess að mótmæla enda er það venjan á þessu heimili. Í gærkvöldi eftir að hafa horft á Billy Elliott og þeir komnir í rúmið þá spurði Ragnar mig hvort hann mætti einhvertíma þegar við værum að passa þá og það væri kalt, sofa í peysu. Ástæðan er að Billy þurfti að sofa í þykkri peysu utan yfir náttfötin sín vegna kulda í húsinu því að engin kol voru til. Þetta þótti Ragnari kósýlegt.
Jæja ég ætla að drífa mig í bólið, það býður mín parketlögn á morgun með Braga og ég ætla rétt að vona að það gangi hjá okkur að klára eldhúsgólfið sem að er ansi þúfótt, því að ég er orðin ansi lúin á þessari parketvinnu. Það væri allt annað að gera þetta á nýjum flotuðum gólfum og hornréttum herbergjum. En það verður gaman þegar þetta er búið og Kristín og Bragi geta varla beðið eftir að koma heimilinu í samt lag. Ég vona að ég og Bragi klárum þetta bara fyrir 2 því að þá þarf ég að fara heim og taka á móti strákunum úr skólanum og keyra þá á kóræfingar. Nú ef ekki klárum við það á þriðjudagsmorguninn.
Við sendum okkar bestu kveðjur til ykkar Ólöf og Gunnar í Þýskalandi og vonum að lærdómur og æfingar gangi vel.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.