Fjöruferð og þarfabrauð

Í dag var bakað þarfabrauð eins og um hafði verið rætt.  Á meðan rigndi mikið en svo stytti upp og eftir að þarfabrauðið hafði verið tekið vel út þá fór afi með yngri strákana í fjöruferð út á Gróttu og amman lagði sig á meðan, sennilega orðin frekar lúin vegna parketlagnar síðastliðinnar viku.

Ég rumskaði við að þeir læddust hér inn um kl. 5 og nú er klukkan að verða 6 og barnaefni að byrja.  Jökull kvartar sárann yfir því að þetta sé smábarnalegt barnaefni.  Eftir að því lýkur ætlar Jökull að æfa á sig á fiðluna þar til að maturinn verður á borð borinn og svo smella þeir sér í sturtu og fara snemma í rúmið því að nú er skóli á morgun og kóræfingar hjá báðum.  Glói ætlar hins vegar að fá ömmu með sér að kaupa striga svo að hann geti haldið áfram að mála þegar hann er búin í skólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband