Á báðum hæðum

Jæja þá er Ólöf farin til Halle að vera Gunnari sínum til skemmtunar og halds og trausts, það er ekki langt í frumsýningu.  Hún fór í gær og við amman og afinn tókum formlega við heimilisrekstri hér á neðri hæðinni og erum því á báðum hæðum næstu 17 daga.  Við komumst að því í morgun, vorum reyndar farin að gruna að dýnan okkar sem að var svo frábær fyrir 13 árum væri að verða okkur erfið.  Við vöknuðum eins og ný slegnir túnskildingar á dýnunni í rúminu hér á neðri hæðinni.  Ég held að það sé komin tími til að skipta í okkar rúmi.

Drengirnir eru að vanda eins og hugur manns, enda vel upp aldir.  Jökull læddist í morgun þegar þeir vöknuðu kl. 8.45 og lokaði hurðinni inn í svefnherbergi svo að barnaefnið mundi nú örugglega ekki trufla okkur.  

Í dag ætla þeir að fá að heimsækja vini sína Heklu og Kjalar á meðan við klárum parketlögn með Kristínu Völu og Braga, en það er eins gott að fara að klára það svo að allt verði orðið fínt og flott þegar sú litla kemur í heiminn, 7 vikur eru ekki lengi að líða.

Ég er orðin þokkalega klár í að leggja parket, mæli (nokkuð sem að ég hefi nú aldrei verið í vandræðum með) saga og legg, og meira að segja saga með rafmagnssög, það er nefnilega í svona gömlum íbúðum margt sem að þarf að saga út fyrir, skekkjur, ofnarör og hurðargöt.  ég verð að viðurkenna að ég er bara þokkalega stolt af sjálfri mér.  Ég tek því fram að ég ætla samt ekki að fara að taka að mér svona almennt að parketleggja fyrir fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, þú ættir að stofna þitt eigið parketlagningarfyrirtæki. "Patchwork-Parqueterie" er rosalega fínt nafn t.d.

XXX Sjáumst á eftir

Kristín Vala og bumbustelpan (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband