7.9.2007 | 00:47
Friðarsúlan
Nú er haustið um það bil að koma með sínum sjarma og þá gefur maður sér kanske tíma til að taka upp þráðinn frá því í vor.
Mér var litið út um eldhúsgluggann í kvöld og sá að það var búið, reyndar í tilraunaskini, að kveikja á friðarsúlunni í Viðey. Þegar umræðan um þessa friðarsúlu fór af stað leist mér ekki sérstaklega vel á fyrirbærið en ég verð að segja að þetta ljós gladdi auga mitt í kvöld þar sem að það skein í gegn um rigningarsuddann. Ég held að ég verði bara mjög sæl með að sjá þessa ljósasúlu út um eldhúsgluggann minn hér í Hlíðunum og Perluna mína út um stofugluggann. Kanske er ég svona glysgjörn eða ég er náttúrulega fædd í sama stjörnumerki og John Lennon.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Velkomin aftur á bloggið. Þetta frí var eins og hjá þingmönnunum.
Maður verður ekki bara glysgjarnari með aldrinum heldur líka jákvæðari. Mér nægir að hafa útsýni út í garð, það dugar mínum sjóntaugum. Reyniviðurinn er svo fallegur núna og bráðum koma skógarþrestir á fyllerí og þá verður sungið allar nætur á meðan ber eru á trjánum.
Heidi Strand, 7.9.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.