Skemmtilegheit í borginni

Mikið eru þessir 2 dagar búnir að vera skemmtilegir í borginni.  Ég er að tala um heimsókn risessunnar sem að ég efast reyndar orðið um að sé frönsk eftir að ég sá pabba hennar í dag.  Ég verð að að segja að ég elska að fara í bæinn þegar skemmtilegar uppákomur  lystahátíðar eru  á boðstólnum.  Þessi var þó ein sú skemmtilegasta sem að ég hefi upplifað á götum borgarinnar.  Mikið var hún falleg og flott risessan og ég held að það hafi bara allir í bænum verð afskaplega glaðir þrátt fyrir að vera í vetrarklæðnaði og sjúgandi upp í nefið í nepjunni, bæði börn sem og fullorðnir, ég vona allavega að ég sé ekki ein um að vera svona barnaleg.  Ég vona að framhaldið á þessum degi verði svo skemmtilegt, allavega spennandi hvernig sem fer því fyrst Eiríkur komst ekki áfram, þá er eins gott að kosningasjónvarpið verði spenna þessa kvölds.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...skemmtilegur dagur, evrósvision, kosningar, listahátíð og kjörorð dagsins er: Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband