27.4.2007 | 02:15
Fjölbreyttur dagur
Jæja nú erum við komin heim eftir mikinn dag. Við gengum lengur í dag en í gær og ætli það verði ekki þannig þar til við komum heim. Það getur alla vega ekki gengið eftir að við komum heim því að þá get ég bara ekki stundað vinnu. Við lögðum upp í langferð í dag og ég get sagt ykkur að það er endalaust hægt á skoða og láta hlutina koma sér á óvart í þessari borg. Það var dásamlegt veður og við löbbuðum og löbbuðum (fáránlegt orð) við skoðuðum eitt og annað sem að við áttum eftir að sjá m.a. frábært gamlalt leikhús með búningum og leikmyndum, algjörlega frábært. Þegar við vorum búin að ganga í 4 klukkutíma með hálftíma stoppi til að fá okkur samloku og bjórsopa þá fengum við okkur bara leigubíl heim.
Við fengum okkur lúr í klukkutíma og hresstum okkur við og ákváðum að fara út að borða, en krakkarnir eru að kenna í háskólanum og við því enn og aftur ein á bát.
Við lögðum af stað hér upp að svæðinu sem að allt er að gerast. Svo margir veitingastaðir að maður veit bara ekkert í sinn haus.
Við vorum pínulítið eins og villuráfandi sálir og einhvernveginn lá leið okkar upp að kirkjunni sem að ég hefi sagt ykkur svo oft frá. Klukkan var að verða átta og mikið af fólki á leið inn í kirkjuna. Við bara eltum fólkið og inn í kirkjuna.
Við sem sagt sátum katholska messu í klukkutíma og það var öðruvísi en ég átti von á . Það var yndislegt, snjóhvít kirkjan með öllu því dásamlega skrauti sem að prýðir hana,dýrðlingum og öðru skrauti. Þessi kirja er kanske aðeins minni en Hallgrímskirkja, en á fimmtudagskvöldi kl. 8 fylltist hún smám saman af fóki, alls konar fólki, ekki bara fóki sem að maður ákveður að fari í messu kl. 8 á fimmtudagskvöldi, heldur fóki af öllum gerðum. Þarna komu konur með poka úr fínum búðum sem að þær höfðu verið að versla í, menn í hátískufötum, konan fyrir framan okkur var í gallabuxum úr búðinni sem að er hér á horninu í húsinu okkar. Þarna voru konur með mikið af gulli, sem sagt sálir af öllum gerðum. Þessi messa var ekki mjög frábrugðin messum heima. Við meira að segja skildum margt og við héldum að fallegur kór mundi syngja nei það var gítarleikur og duett sem að sungu. Mjög fallegt og söfnuðurinn tók undir. Í miðri messu hvatti presturinn greinilega til þess að fólk tæki utanum um hvort annað eða tækist í hendur og upphófst mikil faðmlög og auðvitað urðum við að taka þátt í því og bara nutum þess eins og aðrir kirkjugestir.
Eftir þessa sérstöku og fallegu messu fundum við veitingahús sem að pabbi Florenciu var búin að benda okkur á . Þýskan stað þar sem að söfnuðust saman broddborgarar með mikið af gulli (sem að ég skil alltaf eftir heima, ég skil ekki af hverju) og þarna voru hjartarhausausar og villisvínshausar á veggjum og allt mjög þýskt, og afskaplega góður matur sem að við nutum.
Við erum nú á leið í bólið því að sólardagur bíður okkar á morgun og krakkarnir ætla að reyna að vera í frí á morgun, en ég sé að það er satt sem að Ólöf hafði eftir íslenskri konu í París sem að er gift arkitek, að engin stétt vinnur eins mikið eins og arkitektar.
Góða nótt öll sömul og kveður frá Buenos Aries.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.