24.4.2007 | 13:29
Sólin skín á ný
Komið öll blessuð og sæl. Jæja þá skín sólin aftur, það var þó ósköp gott veður í gær þó að það væri sólarlaust. En það er alltaf gaman að láta sólina skína á sig.
Við höfðum það bara rólegt í gær og fengum okkur góðan göngutúr, fórum síðan um 8 í miðbæinn sem að er nú bara í 5 mínútna göngufæri og settumst á útiveitingahús og fengum okkur rauðvínstár. Krakkarnir voru að kenna í skólanum og við því ein á röltinu. Það var mjög notarlegt, við vorum að vísu að kafna úr hita á þessum útiveitingastað því að þegar hitinn er orðin niður í 15 gr. á kvöldin þá finnst heimamönnum orðið kalt og það eru ekki hitastaurarnir eins og heima heldur girða þeir með svona vírum eins og rafmagnsvírarnir sem að halda búfénaði frá svæðum sem að þeir meiga ekki komast inn á, og þessir vírar sem sagt settir í allt í kring um svæðið og loftið og það bara streymir á mann hitinn úr öllum áttum, en þetta var notarlegt.
Núna eru við að koma úr sturtunni og ætlum út að njóta veðursins og hitta síðan krakkana og mömmu Florenciu á kaffihúsi upp úr 4 í Palermó og labba eitthvað um hverfið og svo verður annar foreldrafundur í kvöld.
ÉG reyni nú að koma mér að því að setja inn nýjar myndir í kvöld eða fyrramálið en við höfum ekki verið eins dugleg í myndatökunum núna í 2 daga, en bætum kanske úr því í dag.
Hafið það öll gott og ég sé að hitatölur eru á uppleið hjá ykkur sem betur fer.
Bestu kveðjur frá Buenos Aries.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort að hitatölurnar redda okkur nokkuð. Nú er svo mikið rok að ég ætla að fara að ná í Ragnar með húfu á höfðinu. Þið skulið því njóta þess að hafa of heitt hjá ykkur því vetrarklæðnaður bíður ykkar hér heima.
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.