Góða nótt

Jæja nú er dagur að  kveldi kominn og við ætlum að fara að horfa saman á mynd.  Við erum búin að eiga skemmtilegan dag, fórum á mjög flott safn hér í borginni og sáum margt skemmtilegt.  Við fórum síðan í eitt af mínum uppáhaldshverfum, Palermó þar sem að vinnustður Flor og Fúsa er, og þar fórum við á bar, resturant sem að er mælt með í bókinni grænu um Buenos Aries sem að Kristin Vala gaf okkur áður en að við fórum, aldeilis frábær staður.  Þegar við komum út var heldur betur farið að rigna, en nú höldum við að haustið sé komið með rigningardögum, þó kvörtum, við íslendingar ekki yfir þessu veðri þá er bara að spenna upp regnhlífina og hafa gaman af skruggunum sem að heyrast af himnum ofan.

Þegar við vorum orðin sæmilega blaut fórum við inn á ítalskan resturant.  Þetta er alveg ótrúlega flott hverfi, þarna eru svo margir ungir hönnuðir með  svo frábærar búðir, fullar af flottum fatnaði,  skóm, veskjum og ýmsu til heimilisins.

Mér þótti gaman að sjá að hún Vala frænka mín er búin að setja athugasemdir inn á bloggið mitt, því að eins og ég sagði í einu blogginu, þá finnst mér að fleiri verði að fá að njóta hennar einstöku orðheppni. 

Jæja nú er beðið eftir mér í að horfa á mynd, og við ætlum að horfa á Gluggan á bakhliðinni með James Stuart. 

Bestu kveðjur til ykkar allra frá Buenos Aries.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glugginn á Bakhliðinni er svo frábær sumarmynd finnst mér, því það er svo mikið kvartað undan hita. Við vorum að skríða frammúr en við vorum í Afrísk/Íslensku brúðkaupi í gær. Virkilega gaman og boðið var upp á brúðkaupskökuna okkar. Við verðum svo vonandi í msn samband í kvöld

XXX Kristín Vala 

Kristín Vala (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband