Góðan daginn

Góðan daginn öll sömul.  Jæja ég ég er vöknuð og er að hella mér á könnuna en svo vakna hinir í kjölfarið þegar kaffi ilmurinn fer að berast í nefið á þeim.  Kl. er nú bara rétt hálf átta en það er minn tími, sama hvort ég er hér út við Suðurskaut eða heima. 

Við tókum því bara rólega í gær, hitinn var töluvert minni eða um 19 gráður.  Við löbbuðum á nýlistasafn sem að er hér í nágrenninu og skoðuðum það, en þar voru bæði, ljósmyndir og málverk og margt skemmtilegt.  Eftir það röltum við aðeins um handverksmarkað sem að rís hér um helgar í garðinum sem að þetta listasafn stendur við og þar var margt skemmtilegt að sjá og hver veit nema að ég fari aðeins í dag og kaupi eitthvað, en ég var ekki með mikið af peningum á mér í gær. Við ákváðum því að koma við í banka og ná í pening, en þegar þangað var komið voru dyrnar harðlæstar og inni fyrir framan hraðbankana sat öryggisvörður með marga svarta plastpoka og allir hraðbankarnir opnir.  Það var sem sagt greinilega verið að fylla á.  Við hlið bankans eru aðrar dyr þar sem að hægt er að komast inn og þar er staðsettur ein hraðbankamaskína, á henni stóð, allir peningar búnir. Hahahah þetta er ekki í fyrsta skipti sem að við lendum í því.  Við ákváðum að fara bara inn og leggja okkur í hálftíma, enda er þessi banki bara hér handan við hornið, ég nennti ekki að fara í aðra banka því að þetta er algengt hér sérstaklega um helgar að það klárast úr maskínunum því að Fúsi segir að þeir séu greinilega ekki að setja of mikið í þær í einu.  T.d. er ekki hægt að taka út nema 300 pesósa í flestum maskínum sem að eru um 8000 kr. en í þessum sem að við förum í er hámarkið 500 pesósar, þannig að ef maður ætlar að kaupa eitthvað af ráði þá er um að gera að hamstra bara pening í einhvern tíma.  Við fórum svo bara aftur klukkutíma síðar og þá var allt komið í lag.

En sem sé best að hafa þetta allt á hreinu því að hér eru peningamaskínur ekki á hverju horni eins og heima, bara inni í andyrum bankanna og ekki allir bankar sem að eru að þjónusta Visakortshafa.

Í gærkvöldi sýndi Fúsi slidesmyndir sem að hann hafði verið að ná í úr framköllun og það voru myndir frá jólunum heima og síðan frá ferð þeirra með fjölskyldu Florenciu á strandstað í Uruguay, það er alltaf skemmtileg stemming að horfa á slidesmyndir, mynnir mann á gamla daga þegar pabbi sýndi slides eftir að hver filma var kláruð.

Í dag ætlum við á stórt og mikið listasafn sem að geymir víst margt áhugavert.  Það átti nú að vera rigning í dag en eitthvað hefur hún farið annað því að það er hreint ekki rigningarlegt úti.

Hafið öll góða helgi og við látum heyra frá okkur.

Kær kveðja héðan frá Buenos Aries.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð öll! Eg var að horfa á saumavélina þína á myndini  sé ekki betur en
hún sé með lappir  já lappir ekki mismæli  tærnar eru eins og þær eru ornar
á mér   Ællarðu kanske að láta hana koma labbandi heim að spara
fluttningskostnað  ?  mér er sem eg sjái hana  skakklappast !  Það gengur
algjörlega aftur og framm af mér að heyra lýsingar af  veðurfarinu  þegar
mest gengur á  með úrkomu og eldingar .Ja þvílíkt og annað eins  .nú er
síðasti vetrardagur  þar af leiðir að sumardagurinn fyrsti er á morgun
(hugsaðu þér hvað eg er heiðskýr )eg sendi ykkur mínar bestu óskir um
gleðilegt sumar  þakka liðna tíð .            Góða nótt     VALA   frænka.

Valgerður Hjörleifsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband