Kirkjugarðurinn

Jæja komið þið blessuð og sæl og afsakið hvað ég er sein að skrifa núna, en ég er þó búin að gera nokkrar tilraunir en sambandið er lélgt og skeytin mín bara týnst.  Ég vona að þetta komist til ykkar.

Í gær var þvílíkur hiti að við vorum bókstaflega að leka niður, þó var ekki mikil sól.  Við fórum í hádeginu til Palermó og fengum okkur hádegissnarl með krökkunum og eftir það löbbuðum við þar um en ákváðum svo að fara í kirkjugaðinn sem að er ótrúlegur.  Þetta er garður fullur af grafhýsum og þar eru heilu fjölskyldurnar grafnar í svo flottum grafhýsum að það er ótrúlegt.  Það eru hurðir sem að er gler í, og hægt er að sjá inn um gluggana.  Flottar harðviðarkistur hvíla hver á sinni marmarahillu og svo er í flestum búið að gera svona eins og pínu stofu fyrir framan kisturnar,  t..d hilla með einhverjum fínmm munum á, og blómum í vasa og jafnvel myndum af viðkomandi í römmum.  Svo eru sum grafhýsin sem að bera með sér að enginn er eftir sem að hugsar um að halda þeim við.  Einhvertíma hefur gluggi brotnað og þá leika veður og vindar jafnvel um grafhýsið og kisturnar orðnar illa farnar, en þetta er þó í undantekningar tilvikum.  Það ganga margir kettir heimilislausir um garðinn og þeim virðist koma vel saman og einhver gefur þeim.  Við tókum lika nokkrar myndir af þeim.

Eftir að hafa labbað um garðinn í hitanum mikla fórum við og fengum okkur bjórsopa og síðan löbbuðum við heim og við vorum ekki fyrr komin inn úr dyrunum en það bara eins og hendi væri veifað opnuðust himnarnir og þvílíkt veður, það geysaði stormur og regn, þrumur og eldingar í 2 klukkutíma, vatnið á götunum var svo mikið að fólkið missti hreinlega áttirnar, labbaði bara um á miðjum götum og einn sem að reyndi að halda sig á réttum stað soppaði allt í einu og bara  fór úr skónum, sennilega í nýjum fínum leðurskóm, og svo bara hélt hann á þeim.  Það gaus vatn upp úr niðurföllum á götunum svo að það var bara eins og að horfa á gosbrunna.  Himinn logaði í eldingum langt fram eftir öllu kvöld og þrumurnar eins og sprengjur.  Florencia sem að er nú öllu vön sagðist ekki hafa upplifað annað eins. 

Við settum hlerana fyrir svefnherbergisgluggana og settumst í stofuna og horfðum á Manhattan með Woody Allen og höfðum það bara kosí.

Nú er aftur komin svona mikill hiti og sólin skín í ofanálag og við á leiðinni út, en eins gott að koma sér heim fyrir 6 því að leigubílstjorinn sem að keyrði Fúsa og Flor heim í gær sagði að svona yrði veðrið  fram á föstudag, heitir dagar og stormur á kvöldin.

ÉG ætla að reyna að senda þetta núna og líka myndir, vona að sambandið gangi á meðan.

Kær kveðja héðan frá Buenos Aries.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið verðið að ná myndum af ofsaveðrinu ef þetta á eftir að endurtaka sig. Heyri í ykkur eftir klukkan 15:00

XXX Kristín Vala

Kristín Vala (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband