Æfintýri á sunnudegi

Jæja það hlaut að koma að því að maður lenti í einhverjum ævintýrum hér í Buenos Aries.

Við ákváðum í morgun að fara í þann hluta Buenos Aries sem að Tangó dansinn átti uppruna sinn.

Það er gaman að hafa heimamanneskju að fræða mann um þetta allt saman.  Í raun er Tangódansinn eins og Blues ameríkumanna, þ.e.a.s. það voru fátætkir innflytjendur sem að urðu óreglu að bráð sem að byrjuðu að dansa Tangó.  Það skírir kanske að þegar við höfum séð um helgar hér tangó dansara  þá segir Raggi " þeir eru svo gangsterlegir" og það er raunin, þeir eru eins og þeir voru t.d.í myndinni West Side Story.  Fátækir, klíkudrengir.  Það var ótrúlegt að koma í þennan borgarhluta í dag. 

Við vissum ekki að einmitt þegar við ætluðum að fara í þennan borgarhluta, sem að er óhætt að fara í um hábjartan daginn og fara á skemmtileg kaffihús, þá var ákkúrat mjög merkilegur fótboltaleikur að hefjast og leikvangurinn er í þessu hverfi.  Leigubílstjórinn sagði okkur þegar við vorum um það bil að komast þangað, hvað væri í gangi.  Við sáum strax áhyggjusvip á Florenciu en við héldum samt áfram.  Þegar við komum þangað voru mikil skrílslæti á staðnum og á okkur mikið glápt, svo ég tali ekki um myndavélarnar sem að við tókum upp.  Florencia talaði við lögregluþjóna sem að voru þarna og þeir sögðu okkur að koma okkur bara sem fyst út úr hverfinu.

Við létum nú ekki alveg segjast og héldum að við gætum bara farið inn á kósý kaffihús og beðið þar til að leikurinn væri byrjaður og þá ættum við bara göturnar þarna.  Nei ekki var það svo gott því að veitingataðirnir höfðu vit fyrir sér og höfðu lokað.  Við vorum þess vegna nauðbeygð til þess að yfirgefa þetta hverfi sem að er annars mjög sérstakt og skemmtilegt þó að auðvitað verði maður   að halda fastar um veskin sín og myndavélar.  Við héldum okkur í nálægð við hópa af lögreglumönnum sem að voru á hverju horni og biðum eftir leigubílum sem að því miður voru allir pantaðir. 

En að lokum þá komu tveir og við tókum annan niður í næsta hverfi sem að er dansaður Tangó á hverju horni, en það er staðurinn sem að við vorum á síðasta sunnudag, þar sem að antiqmarkaðurinn er.  Við gengum þar um svæðið ásamt þúsundum manna og höfðum það gaman og ég fékk gamlan draum uppfylltan.  Dásemdar barna saumavél varð á vegi mínum og svei mé þá við horfðumst í augu ég og saumavélin, ekki kom annað til mála en að ég einaðist hana.  Nú stendur hún á náttborðinu hjá mér.  Við fórum og fengum okkur samlokur og rauðvín á skemmtilegasta staðnum á svæðinu (þar sem að kaffi expresso vélin gamla er) og síðan héldum við för okkar áfram og komum við á mörgum antiq stöðum.

Við náðum síðan í leigubíl hingað í þetta hverfi og fengum okkur besta ís sem að við höfum fengið. (vona að ísbúðin á Hagamel afsaki þetta) og síðan gengum við heim í þessu dásamlega veðri og kirkjan okkar hér í þessu hverfi skartaði sínu fegursta eins og þið sjáið á myndum sem að við sendum.

Jæja nú erum við á leið í rúmið og ég búin að bera á mig gamla "góða" exemáburðin, en ég er illa bitin eftir helv.......... moskitoflugur. Ég hefi aldrei lent í þessu fyrr, hefi alltaf staðið í þeirri meiningu að þær vilji ekki sjá  b blóðflokk, en  því miður þetta verður maður að þola í fjarlægum löndum og eins gott að maður var sprautaður við öllu mögulegu áður en haldið var af stað.

Við bjóðum ykkur öllum góða nótt héðan frá Argentínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Esos fanáticos del fútbol están locos segi ég nú bara. Saumavélin er æðisleg, en hefuru séð nokkrar dósir? Dósir kona, DÓSIR!

Kristín Vala (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Ár & síð

Gaman að heyra að þið sjáið sem flestar hliðar á þessu (fyrir okkur) framandi samfélagi. Bestu kveðjur héðan úr norðri og muna dósirnar

Ár & síð, 16.4.2007 kl. 20:28

3 identicon

Voruð þið ekki fegin þegar þið komust út úr hverfinu, það hlítur að vera æði að vera á heimaslóðum Argentísks tangó takið þið ekki æfingu á hverju kvöldi fyrir svefninn. Hún er ansi flott þessi með rúllurnar haha

Erna Oddsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 22:27

4 identicon

Ég hef villst í fátækrahverfi í Palermo. Það voru engar óeirðir og enginn fótboltaleikur en aðal vandamálið var það að mér varð svo óheyrilega mál að pissa að ég var hætt að geta hugsað skýrt. Ég var nærri búin að pissa bakvið dekkjalausan gamlan bíl en þorði það ekki. Lenti svo í brúðkaupi þegar ég slapp út og hafði pissað...þessi dýrðlingur skipanna er alveg dýrðlegur, finnst þið ættuð að kaupa túristaútgáfu af honum. ég var að klára að horfa á Pride and Prejudice bbc-þættina og það er alltaf jafn dásamlegt...ætti að vera klár í prófið á miðvikudag. Erik vinur Ragnars kemur heim með honum á morgun en í dag hótaði Ragnar Brynju skólasystur sinni að hálshöggva hana. Ég sagði kennaranum að honum hefði verið hótað lífláti í gær í fyrsta sinn svo þetta væri líklega eitthvað tengt því. Stelpan er að vísu ferlega leiðinleg en óþarfi að hóta henni svona illa...þetta jafnaði sig og Ragnar sá voðalega eftir þessu en hann varð hissa þegar hann sá hvað stúlkukindinni brá. Þetta er víst allt lífsreynsla. Ragnari fannst útigangsmaðurinn á myndinni í albúminu ykkar bara hafa það ansi huggulegt. Jökli varð á orði í gær þegar hann komst að því að útidyrahurð á einbýlishúsi Bryndísar frænku sinnar var´ólæst að hér gætu bara rónar gengið inn og út eftir hentugleikum. Ég sagði honum að það væru engir rónar í úthverfunum.

Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband