12.4.2007 | 21:47
Gengin upp að hnjám
Jæja við vorum að skríða inn eða það liggur við, við vorum gjörsamlega orðin gengin upp að hnjá.
Við fórum héðan kl. 10 í morgun með leigubíl niður að höfninni sem að liggur við á, og þar löbbuðum við og nutum góða veðursins, ég held svei mér að þetta sé besti dagurinn sem að hefur komið og voru þó hinir góðir.
Það var margt ansi skemmtilegt að sjá á höfninni, seglskip, seglskútur, flottar byggingar meðfram bryggjunni og síðast en ekki síst brúin góða og við svo heppin að sjúkrabátur þurfti að komast upp eftir ánni og þar með urðu þeir að opna brúnna en það er gert þannig að stór hluti hennar snýst inn að stöpli sem að er í rúmlega miðri á. Ég held að ég verð að senda myndir á eftir af því. Við fórum síðan í stóran garð sem að var í töluverðri fjarlægð þarna frá og þar var okkur boðið að taka að okkur heimilslausan hund sem að grét og var svo vinalegur við okkur. Við gátum því miður ekki þegið þetta góða boð varðanna í garðinum og þeir skildu það þegar við sögðumst vera frá "Islandia" .
Eftir gott labb í garðinum fórum við sömu leið til baka og að skoða gamla höll, Dómkirkjuna og ráðhúsið. Allt eru þetta glæsilegar byggingar og við tókum mikið af myndum. Við ætluðum alltaf við næsta og næsta götuhorn að kalla á leigubíl en alltaf sáum við eitthvað nýtt sem að leiddi okkur nær og nær hingað heim og svo var veðrið til að njóta þess, ég að vísu eiginlega of vel klædd, hefði mátt geyma sokkarbuxurnar heima.
Krakkarnir voru svo að klára að koma myndum af lokaverkefni Fúsa úr Cooper Union á spjöld en fyrirlesturinn í kövld hjá Fúsa á að fjalla um lokaverkefnið hans sem sagt heilsuræktarstöð og bókasafn undir sama þaki á eyðinu yfir í Geldinganes. Við vorum að sjá mikið fleiri myndir en við vorum búin að sjá áður og þetta er verulega glæsilegt. ÉG ælta að taka einhverjar myndir af því á morgun.
Jæja nú erum við að hugsa um að koma okkur í sturtu og bara svei mér þá koma okkur út og fá okkur mat á góðum stað,en það er sko nóg af þeim hér. Krakkarnir koma ekki fyrr en 11 í kvöld heim og þá erum við sem sé ein á bát núna.
Byðjum að heilsa öllum heima.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.