11.4.2007 | 22:53
Góða veðrið komið aftur
Komið sæl öllsömul. Jæja ekki stóð nú stormurinn og regnið lengi yfir. Þegar við vorum búin að vera eins og sannkallaðir íslendingar og hanga í stofuglugganum nógu lengi og sjá fólk missa regnhlífarnar sínar öfugsnúnar út í veður og vind og jakkafata klæddu mennina sem að voru á leið á fund, reyna að vinda úr fötunum sínum á umferðaljósunum og verslings gömlu konurnar fá stuðning frá því fólki sem að næst þeim stóð þá bara læddum við okkur undir teppi með bók og fengum okkur síðan lúr. Við vöknuðum við að hurðin opnaðist með öllum sinum 3 lásum og Fúsi mættur á svæðið og kallaði "hæ" rétt eins og að hann væri að koma heim úr skólanum í gamla daga.
Það var komið þetta líka skínandi veður og við ekki sein á okkur að fara undan teppinu, við sáum að það var of seint að vera að fara til að skoða brúnna sem að við ætluðum að skoða í dag og þar sem að við höfum nú nægan tíma getum við gert það seinna. Við fórum þá bara í búðina og keyptum í matinn og ákváðum að taka úttekt á því hvort það væri nokkuð ódýrara að kaupa í matinn og elda sjálfur eða fara út að borða og ég get sagt ykkur það að það er næstum borgar sig að fara út að borða. Að vísu er hér til eitthvað af kryddi sem að krakkarnir geta notað aftur og eitt eldfast mót keyptum við í Disco (nafnið á stórmarkaðnum) til að gera gratineraðar kartöflur í, og svo auðvitað vatn og yougurt og svoleiðis dót.
Við erum nú búin að gera þennan fína kjúklingarétt sem að er í Gestgjafanum frá 2002 sem að ég tók með mér að gamni og nú bíðum, við eftir Florenciu sem að er á leið heim úr vinnu en Fúsi er búin að vera að undirbúa ýmislegt sem að hann tekur með sér á fyrirlesturinn á morgun hér heima.
Þegar við löbbuðum í búðina gjóuðum við augunum inn í herrafataverslun sem að er eins og Guðsteinn heima á Laugavegi nema bara minni. 4 eldri herramenn voru þar inni að afgreiða og við ákváðum að fara inn og þar var nú mikið af innfluttum fínum herrafötum í fínu harðviðarhillunum og Raggi mátaði rosalega flottan jakka sem að var því miður aðeins og síður og hefði verið hægt að stytta ef að ekki hefðu verið vasalok sem að þá mundu gera hlutföllin bjánaleg, en flottur var jakkinn og ég fór með trega út með Ragga og engan jakka en þennan fína pólóbol frá Yves Sant Laurent sem að kostaði aðeins 2.400 og ég sagði við hann þegar heim var komið að við mundum bara kaupa fleiri boli til að vinna upp tapið að hafa ekki getað keypt þennan fína jakka.
Jæja nú er Florencia á leiðinni og ég ætla að leggja á borð og ég skrifa meira fljótlega. Þið afsakið prentvillu á nýrri mynd sem að ég var að senda en þar skrifa ég að staðurinn minnti á Lyon og bætti óvart við h.
Góða nótt öll sömul og gaman var að fá línu senda frá Hafdísi, gömlu skólasystur minni og vinkonu Fríðu. Takk fyrir kveðjuna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Bara 2400 krónur! Já nú verðið þið að nota tækifærið og versla vel. Verðið á þessum bol er svei mér þá bara svipað verðinu í Next.
XXX Kristín Vala
Kristín Vala (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 09:37
Sko í fyrsta lagi Jóna mín, þá fer okkur miklu betur að láta sjást í krullurnar, við verðum meira svona "unglegri"
Heyrðu - Óli passar örugglega í jakkann! Hvert á ég að senda peningana
kv. Hafdís
Hafdís Jónsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.