Biðstaða

Komið þið sæl og blessuð, við erum hér í bið, við vorum á leiðinni út og þá bara dundi yfir þessi líka rigning og þrumur og eldingar.  ÉG er búin að reyna að vera að senda blogg en það ekki tekist, er búin að skrifa nokkrar lýsingar á því sem að fyrir augu ber í veðrinu því arna, hér út um gluggann.

ÉG ætla að senda þetta og athuga hvernig það gengur og skrifa svo meira síðar í dag ef að þetta fer í gegn.

Góða ferð Gyða og Siggi til Tallin og hafið það gott og gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spá Pabba gekk sumsé ekki eftir? Hér er hrikalega leiðinlegt veður, rok og rigning en svoleiðis veður er í miklu uppáhaldi hjá mér því að karlinn er kominn snemma heim eftir að hafa verið á námskeiði hjá slökkviliðinu. XXX

Kristín Vala (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:10

2 identicon

 Blessuð vinkona, var stödd hjá Fríðu í dag og hún benti mér á bloggið þitt. Var ég ekki lengi að fletta því upp þegar heim var komið og er búin að skemmta mér stór vel við lesturinn. Þetta virðist allt vera alveg ævintýranu líkast hjá ykkur. Mikið gaman að sjá myndirnar, sérstaklega fannst mér myndin af blæðandi trénu áhrifarík.

Haldið áfram að hafa það þrumugott þarna  og ég hlakka til frekari lesturs, bið innilega að heilsa syninum sem ég hef ekki séð síðan þið bjugguð í "berginu".

Kærar kveðjur, Hafdís

Hafdís Jónsteinsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 18:18

3 identicon

p.s. auðvitað bið ég að heilsa bóndanum líka!  sorry Raggi minn.

Hafdís Jónsteinsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 18:20

4 identicon

Hola !  Jæja það er bara farið að rigna á ykkur það er nú alltaf svolítið skemmtilegt í útlöndum svo framalega sem það er ekki of mikið og lengi en nú er ég á fullu að undirbúa saumó sem ég er með annað kvöld, ætla bara að hafa það einfalt og gott tómatsúpu með grænmeti og brauð með og svo hnallþóru í desert   Nú á ég bara eftir að vinna 2 daga og svo er ég komin í frí var að tala við þau hjá TR í dag og þar er beðið eftir mér í ovæni O myGod   Vona að það fari að stytta upphjá ykkur en hér hefur hlýnað heilmikið í dag. Bestu kveðjur.

Gyða Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband