10.4.2007 | 20:59
Sólin skín á ný
Jæja gott fólk, ekki stóð nú ringingin lengi, um leið og við komum út með okkar regnhlíf var engin rigning lengur, heldur bara dásamlegt veður þó sólarlaust væri. Við löbbuðum í "Kringluna" og ég fékk á mig pils og peysu og bol og Raggi buxur. Við fórum svo lengri leiðina heim og komum við í búð og vorum því á mjög góðri göngu i dag. Við tókum okkur svo siestu seinni partinn og Fúsi er kominn heim að klára verkefni fyrir fyrirlesturinn í skólanum. Þegar Florencia kemur heim ætlum við að fara og fá okkur steik, en ég hefi ekki verið svo dugleg við steikina síðan ég kom, en það er bara margt gott annað á boðstólnum. En sem sagt i tilefni af því að verkefnið var að klárast ætlum við á gott steikhús.
Sólin er farin að skína aftur og það er afskaplega hlýtt úti, Raggi fór út á svalirnar hér útaf stofunni og hann leit til himins eins og sannur íslendingur og segir að það verði sól á morgun. Við ætlum þá að fara í langan göngutúr niður að Puerto Madero en þar er fræg og mikil brú, víst mjög sérstök, sem að vígð var 2001.
Jæja nú vill Ragnar komast í tölvuna hann ætlar að lesa fyrir mig upphátt fréttir og ég sauma smá út á meðan, svona rétt áður en að við komum okkur út.
Hafið það öll gott og við byðjum að heilsa öllum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Strákarnir eru farnir í bólið enda skóli á morgun. Ragnar hafði orð á því hvað væri bjart og stuttu´síðar talaði Jökull líka um það hvað þetta væri skrýtið. Ragnar spurði hvers vegna Jökull væri ekki með límmiðabók og ég sagði að það væri vegna þess að hann væri ekkert óþekkur í skólanum og þá sagði Ragnar að þegar hann kæmi í 2.bekk þá yrði hann ekki lengur neitt ÓRÓLEGUR. Kötturinn situr á eldhúsborðinu og horfir á málarann mikla. Glói segir hann vera mjög áhugasaman.
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:27
Ég hugsaði: bjór og peysa? En skrýtið, en svo fattaði ég, pils. Pils þýðir á norsku léttur bjór.
Heidi Strand, 10.4.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.