10.4.2007 | 13:41
Rigning
Jæja góðan daginn öll sömul. Nú var að byrja að rigna, afskaplega fínn úði sem að dembist hér yfir og fólk hleypur með blöð yfir hausum á götunum. Við vorum sem betur fer ekki farin út og ætlum því að bíða og sjá hverju fram vindur. En ef að ekki styttir upp þá bara fáum við regnhlífar krakkana og förum út því að ekki er rokinu fyrir að fara hér. Raggi notar tímann núna og moppar yfir gólfin. Krakkarnir fóru í vinnu snemma í morgun og eru að klára rest fyrir konsúlatið og koma svo heim að klára að setja ansi flottar myndir frá Íslandi á spjöld en Fúsi er með fyrirlestur í skólanum á fimmtudaginn og notar þessar loftmyndir af m.a. Geldinganesi og nágrenni. Við hlustuðum á Jóhannesarpassíuna í gærkveldi og vorum stolt af okkar manni. Hinns vegar fannst okkur Eyjólfur ekki nógu góður á mörgum stöðum, og kórinn stundum óöruggur í innkomunum en kanske var það bara tengingin.
Hér fyrir utan er verið að setja gangstéttarhellur og það er ekki verið að notast við litlar gröfur eins og heima, heldur er það bara hakinn og sleggjan, mjög findið að sjá en þeim gengur nú samt alveg ágætlega. Við vorum að hugsa um að skreppa aðeins í "Kringluna" þeirra hérna í þessu hverfi og athuga hvort maður gæti bætt einhverju við fataskápinn sinn. Það kemur í ljós.
En alla vega ætlum við að gera eitthvað og líklega fara út að borða í kvöld með krökkunum en það er búin að vera mikil törn hjá þeim.
Ég ætla að reyna að senda myndir úr kirkjunni hérna rétt hjá ef að ég næ því en sambandi er oft ekki gott og þá ræður tengingin ekki við að ég sé að gera mikið, gengur t.d. ekki vel að downlóda mogganum.
Við byðjum að heilsa heim í snjóinn og farið nú öll varlega í umferðinni ef að hálka er úti.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.