10.4.2007 | 03:32
Vöktum of lengi
jæja nú verð ég að skrifa í fyrramálið þegar ég vakna en við vöktum of lengi í kvöld, krakkarnir voru lengi að vinna og við þurftum mikið að kjafta þegar þau komu heim m.a. um greinina frá prófessornum í Prinston en Florencia sagði "ég ætti kanske frekar að fara í Harward" en þessir 2 skólar eru að skrifa henni á hverjum degi að bjóða henni gull og græna skóga ef hún velur þeirra skóla, en samt hún ætlar að halda sig við Prinston þrátt fyrir þennan kengruglaða prófessor, sem að betur fer er í allt öðru fagi en hún.
Skrifa meira á morgun, en kanske hafa 3 myndir frá Palermó komist inn í kvöld, 2 hús og bíll sem að vakti áhuga Ragnars og takið eftir ef að myndirnar hafa komið að á bílamyndinni er æðislega flott töskubúð sem að ég er alveg veik í, og gaman að sjá andstæðurnar, þennan gamla bíl og svo hátísku verslun í bakgrunni.
Góða nótt, við hér í Buenos Aries.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Við Glói fórum á Björk í gærkvöldi. Náðum að vera töluvert framarlega og það var virkilega gaman þó hún hafi nú ekki verið meira en 1oghálfan klukkutíma á sviði sem okkur Glóa fannst of stutt. Nú er síðasti frídagur strákanna, Gunnar farinn að vinna og ég þarf að hespa mér í lestur í dag. Það snjóar einsog jólin séu á næsta leyti og er því voða fallegt út að líta. Kv.Ólöf
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.