Páskadagskvöld

Jæja þá erum við södd og sæl eftir að hafa borðað hangikjöt, kartöflur, jafning, rauðkál og grænar baunir sem að líktust ótrúlega ORA baunum, kanske örlítið litsterkari en Fúsi hafði orð á því að þetta minnti hann á Ora baunirnar.  Krakkarnir urðu að vinna hér heima í allan dag og við fórum í hverfi sem að Florencia sagði að við yrðum að fara í og við sannarlega sáum ekki eftir því.  Hverfið heytir San Telmo og er elsta hverfi Buenos Aries, í raun bara gamla Buenos Aries, eins og við getum kallað Bankastræti, Lækjargötu og Aðalstræti gömlu Reykjavík og hitt sem að var þar fyrir utan var sveit sem að byggðist smám saman upp.  Umhverfið í San Telmo er því töluvert öðruvísi en t.d. í þessu hverfi.  Þarna var þrátt fyrir páskadag þvílíkt fjör, það voru antík markaðir og antík búðir opnar og tangódansarar á öðru hverju götuhorni og hljóðfæraleikarar og brúðuleikhús og m.fl.  Veðrið var eins og það hefur verið bara alveg ótrúlegt.  Leigubílstjórinn sem að keyrði okkur sagði að í Argentínu ættu að vera 4 árstíðir, en væri óðum að breytast í 2 vegna gróðurhúsaáhrifa.  Hann spurði hvaðan við værum og tók því fram að það væri ekki af forvitni, hann hefði þann sið að byðja útlendinga að kenna sér að segja "takk fyrir" og "hvernig hefur þú það" og þeirra tungumáli og hann sagði að við segðum "takk" eins og sænskt fólk sem að hann hefði keyrt. 

Við ætlum sannarlega aftur til San Telmo og þá með krökkunum og kanske kaupa eitthvað á antíkmarkaði en líklegast ekki í antíkbúðunum því að það  er ekki fyrir buddur venjulegs fólks þó að í Argentínu sé.  Florencia sagði líka að hér hefði verið svo mikið af svo ríku fólki að það hefði ekki vitað aura sinna tal og allt þetta fína dót í  Antik búðunum væri í upphafi flutt frá Frakklandi, enda var það svo flott að það var eins og að ganga um safn að koma inn í þessar búðir.

Við fórum á veitingahús sem að var mjög skemmtilegt og þar var mikið af argentínskum fjölskyldum að fá sér miðdegis snæðing og svo reyndar ferðamönnum en þeir eru mest áberandi í þessu hverfi.

Eftir að hafa verið þarna í ca 4 tíma þá fórum við heim á leið og suðum kartöflur og gerðum jafning og krakkarnir voru afskaplega sæl, voru búin að bíða allan daginn eftir þessari máltíð.

Þau eru nú aftur farin að vinna en þessu verkefni fyrir breska konsúlatið skal skilað á morgun og svo eru þau líka að kenna á morgun í skólanum.  Við Ragnar sitjum hér við kertaljós og kósíheit og ætlum að fara að horfa á eina af 3 DVD myndum sem að við keyptum í New York " Little Miss sunshine"

Nú ætla ég að kveðja í bili, Ragnar er farin að líkja mér við Castró, en hann er víst farin að blogga, og við þökkum fyrir öll svörin frá ykkur og  það er ekki ólíklegt að ég skrifi meira á morgun.

Bestu kveðjur og góða nótt öll sömul. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

¡Pascua feliz! Ég er ennþá södd eftir gærkveldið en græðgin er sterkari en skynsemin og eftir klukkutíma fer ég að sjóða fleiri kartöflur því að Bragi ætlar að koma heim í hádeginu og fá sér að borða eins og gamall vinnukall. Ég sendi ykkur myndir í dag af herlegheitunum. XXXX

Kristín Vala (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 10:38

2 identicon

Erum að fá Vikt.og Gunnar í mat. Við horfðum á Cast Away með Tom Hanks í gær með strákunum og Ragnar grét sárt þegar að hann missti boltann. Ég hefði viljað eiga eftir að horfa á Little Miss Sunshine, dásamleg mynd. Bakaði marengs uppi í ofninum áðan, kalkúnn fyllti okkar ofn. Glói er uppi í sturtu, nýtur þess að geta verið lengi í sturtu og kötturinn er ánægður með félagsskapinn og hefur ekki bitið neinn.

´´Olöf (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 12:16

3 identicon

Mér vöknaði líka um augun þegar hann missti aumingja Wilson. 

Kristín Vala (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband