Föstudagurinn langi í B.A.

Góðan daginn öll sömul.  Jæja nú er komin laugardagsmorgun og enn skín sólin glatt.  Við áttum afskaplega skemmtilegan dag í gær.  Fengum okkkur morgunmat hér heima og síðan fóru krakkarnir í vinnu og svo þegar við vorum klár tókum við okkur leigubíl út í hverfið sem að þau vinna í og þar eru fullt af skemmtilegum götum með verslunum, veitingahúsum og görðum með útimörkuðum.  Við löbbuðum um og Ragnar dáðist að öllum eldgömlu bílunum sem að fullt af fólki virðist eiga hér, meira af gömlum druslum en nýjum og fínum bílum, þó sér maður nokkra.  Við sem sagt nutum góða veðursins og fórum svo á stofuna til Fúsa og Florenciu og löbbuðum síðan öll saman á veitingastað sem að þau fara oft á í hádeginu.  Það er sem sé fótboltaklúbbur og mér fannst pínulítið eins og ég væri á Kúbu, afskaplega sjarmerandi eldgamall staður með eldgömlum þjónum.  Þarna borðuðum við þennan fína mat, þeir Fúsi og Ragnar fengu sér að sjálfsögðu nautasteik af bestu gerð og salat með og við Florencia fengum okkur pastarétt afskaplega góðan og með þessu drukkum við saman 1 lítir af bjór og vatn.  Á ég að segja ykkur hvað þetta kostaði. 1.000 kr.  Þetta þótti okkur frekar skondið en erum svo sem orðin vön þessu núna.

Krakkarnir fóru síðan aftur á vinnustofuna og við héldum áfram göngu okkar um hverfið og síðan tókum við bara aftur leigubíl heim (hann kostar 250 kr)  og fórum í apotek sem að var opið í nágrenninu að kaupa ýmislegt sem  að okkur vanhagaði um og við vorum frekar lengi að því og ég með gulu bókina í höndunum.  Við fórum síðan heim og lögðum okkur í klukkutíma og þá drifum við okkur aftur út og löbbuðum hér í nágrenninu  og niður í miðbæinn og það var svo mikið af fólki að njóta frídagsins og veðurblíðunnar.  Við sáum margt skondið og skemmtilegt á ferð okkar og settumst síðan niður á útiveitingastað og fengum okkur hvítvín og bjór.  Við röltum síðan heim á leið  og gerðum kósí áður en að krakkarnir komu kl. hálf átta og settumst niður smá stund og þau í  sturtu og klæddu sig og við fórum á pizzastað annars staðar í borginni, nálægt stóru breiðgötunum og þá fékk maður pínu New York fíling.  Þetta var afskaplega skemmtilegur staður og pizzurnar alveg súpergóðar, þó gátum við ekki klárað og hér er bara sjálfsagður hlutur að fá restina í kassa og taka með sér heim, sem að við gerðum. 

Við löbbuðum síðan um og að stórri súlu sem að stendur á stærstu gatnamótunum hér þar sem að allar breiðgöturnar mætast og tókum að sjálfsögðu mynd  sem ég reyni að senda á eftir.

Þessi súla er minnismerki fyrir argentínska fánann.

Fúsi og Florencia ætla að reyna að klára verkefnið í dag og eru búin að kalla til  einn sem að vinnur á stofunni til að aðstoða sig, þannig að þau geti verið með okkur á morgun.  Við ætlum  að sjóða hangikjötið í kvöld og fara að leita að baunum sem að líkjast Ora baunum og rauðkáli.

Jæja nú ætla ég að taka úr mér rúllurnar, ekki veit ég hvers vegna ég er að setja þær í mig því að ég er ekki fyrr komin út fyrir hússins dyr en ég er orðin eins og lamb í orðsins fyllstu merkingu.

En ég er alltaf að  vona að hárið á mér venjist þessum hita og smá raka (annars held ég að það sé aðallega rakinn sem gufar upp af sjálfri mér sem  að krullar upp hárið).

Hafið öll góðan dag og Gleðilega páska frá okkur öllum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé núna hvað fólk á við þegar það talar um hvað allt sé ódýrt þarna! Hinsvegar er þetta líklega ekki svo ódýrt fyrir aumingjans fólkið sem þarna keyrir um á druslum. 'Eg er búin að lita egg og er að fara að baka lambakökuna. Hér er tilhlökkun vegna þess sem páskahérinn mun fela um alla íbúð í nótt. Kötturinn er bara ánægður uppi, sefur undir rúmteppinu og nennir stundum ekki undan því þegar ég kalla á hann, þá mjálmar hann bara letilega undir teppinu og heldur áfram að sofa. Glói er mjög fegin því að ég er með kattarofnæmi því hann getur orðið galinn þegar ég kem upp og tala við köttinn. Gleðilega páska ! vonum að þið hafið tekið með nóg af páskaeggjum og kaupið gul blóm til að setja í vasa. LEiðinlegt að það virðist eitthvað bilað hjá útvarpinu, ekki hægt að hlusta eftirá á Jóhannesarpassíuna, þið prufið á morgun aftur eða seinna í dag. xxxx

Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 12:54

2 identicon

Allur þessur matur á bara þúsund krónur? Þið gætuð farið til Argentínu á hverju ári og lifað eins og Senjor og Senjora Muchos de Dinero! Við Bragi erum að fara núna á eftir að versla í Krónunni fyrir sem samsvarar vikulaunum hjá meðal Argentínubúa. Það er grenjandi rigning og hann verður sjálfsagt búinn í vinnuni eftir um það bil klukkutíma. Olla benti mér á að Veislubók Hagkaupa er á tilboði núna í Hagkaupum á 790 krónur þannig að ég ætti ekki að lenda í neinum vandræðum á morgun. Við biðjum að heilsa Fúsa og Florenciu!

Kristín Vala (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 13:10

3 identicon

Hola ! Þið eruð aldeilis dugleg að koma með lýsingarnar svo maður getur sannarlega verið með ykkur í huganum. Já ekki spillir fyrir þegar allt er svona ódýrt manni finnst það jú alltaf kostur þegar maður er í útlöndum. Og það er fallegt þarna svolítið spánskt  finnst manni. Her er komin hellirigning og við Siggi fórum aðeins áðan í Kringluna til að bæta á matarkaup og fengum okkur kaffitár í Gryfjunni góðu í leiðinni, en  á morgun páskadag ætla Kristinn og Co að koma í mat og mamma og pabbi líka, því aukreitis við páskahátíðina verður heimasætan 24 ára gömul  Hugsa sér ! Hún er boðin í kvöld í mat til Daníels og fjölskyldu, það er svo langt síðan hún hefur hitt þau sökum anna, en við Siggi erum hins vegar boðin í Vesturbergið í mat , þau  vildu hafa okkur með því Guðmund Söderin kemur líka til þeirra með sænskan göngugarp með sér en þeir eru búnir að vera á fjöllum undanfarna daga og fara svo út aftur í fyrramálið held ég.  Jæja hafið það nú gott og haldið áfram að njóta lífsins, en Jóna þú hefur ekki prófað að fá þér sléttujárn, aha eða bara setur skuplu yfir krullurnar en annars mega þær alveg njóta sín bara

Bið að heilsa og Gleðilega Páska.

Gyða systir og Co.

Gyða Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband