5.4.2007 | 23:02
Buenos Aries
Komið þið öll sæl og blessuð. Jæja þá erum við komin inn eftir fyrsta daginn okkar í Buenos Aries. Eins og stúlkan frá Euqador, sagði Florencia að nú yrði hún að ráðleggja mér að vera ekki með gull og ekki myndavélina fínu voðalega sýnilega. ÉG tók af mér gullið og við fórum að labba í miðju borgarinnar en við búum reyndar líka þar. Myndavélin endaði nú framan á maganum á Ragnari enda engir bófar sýnilegir, allt friðsamt fjölskyldufólk að njóa hins dásamlega veðurs sem að er búið að vera hér í dag og hér er frí eins og heima á skýrdag og föstudaginn langa. Við vorum afskaplega hrifin af því sem að við sáum í dag og veðrið eins og á sólarströnd þó að það sé komið haust. Það var líf og fjör í bænum, handvegsmarkaður, leikarar á stjái í flottum búningum sem að minntu okkur á Lyon. Og trén hér, við áttum ekki orð og eigum eftir að setja myndir á síðuna af einhverjum af þeim. Við settumst niður og fengum okkur (Fúsabrauð) sem að er brauð sem að er setti í klessuristavél með osti og kjöti á milli afskaplega gott og við fengum okkur að sjálfsögðu rauðvín með.
Við löbbuðum svo hring um hverfið og hér er kirkja í nágrenninu sem að við ætlum að fara í páskamessu í.
Já veðrið er búið að vera svolítið öðruvísi en það var í N.Y. í gær hahahhahah ef þið bara hefðuð séð okkur í úrhellisrigningunni að ná í ljósmyndapappír fyrir Fúsa alla leið hinum megin á Manhattan og það lak úr okkur, Ragnar á nýju "Börn náttúrunnar" skónum hlaupandi út á götur að flauta á leigubíla, en þetta var bara ákkúrat eins og í bíómyndunum þegar gulu leigubílarnir þjóta um göturnar flautandi og skvetta bara á mann og stoppa alls ekki. En sem betur fer eftir að við vorum búin að taka okkur pásur á 3 mismunandi stöðum að fá okkur heitt kaffi í pappaglösum, náði Raggi í leigubíl sem að fór með okkur heim á Hótel og við náðum að þorna áður en að við fórum í flugið.
það var bara notarleg stemming í fluginu í nótt, ein og er nú yfirleitt í næturflugi. ÉG keypti mér þægilegan kodda til að krækja um hálsinn og var með hann og svo teppi sem að voru í hverju sæti og svo horfðum við smá á sjónvarpið, en það er sjónvarpsskjár á hverju sætisbaki og maður getur valið úr fjölda stöðva. Það var meira að segja sími í sætunum, þannig að ég hefði getað hringt heim hefði í viljað spandera í það.
Við fengum bara þokkalega góðan kvöldmat og svo morgunmat í morgun 2 tímum, áður en að við lentum. Vegna þrýstingar í vélinni var bæði yougurtið og safinn sem að við fengum í plastílátum með állokum á orðið eins og loft hefði safnast undir lokin. Ég var náttúrulega ekki að spá í það og opnaði mína yougurt og fékk gusuna framan á minn svarta bol (var það ekki líkt mér). ÉG man þetta næst og ég passaði mig þegar ég opnaði safann að opna frá mér.
Jæja við erum núna að fara að borða argentínskar nautalundir (hvað annað) sem að Florencia var að matreiða.
Þessi fyrsti dagur lofar góðu en auðvitað getur farið að rigna eins og gerðist í New York en þá kaupum við okkur bara stærri regnhlífar en við vorum með þar. Og kaupum líka stígvél því að hér er jú allt mun ódýrara en í New York.
Á morgun þurfa krakkarnir að vinna þó að það sé frídagur, eru að leggja lokahönd á Breska konsúlatið. Við ætlum að hlusta á Gunnar syngja guðspjallamanninn og njóta þess hér í stofunni í Argentínu. ÉG held að þú Gunnar mundir vilja nota borðstofuna hér sem upphitunnarherbergi, það hljómar ansi vel hér, við sitjum hér og hlustum á tónlist og ég tók undir áðan og var bara nokkuð hissa á hvað ég gat sungið þokkalega. Það er frábær hjómburður hér einhverra hluta vegna.
ÉG set myndir inn á í kvöld, góða nótt öll sömul.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta hljómar alveg frábærlega. Hlakka til að fá myndir. Þið hafið s.s. fengið ykkur Croche Monsieur en það er allavega heitið á fúsa-brauði á frönsku og eflaust eitthvað svipað á spænsku. Jökull var að lesa upphátt úr Barnabiblíunni fyrir Ragnar áðan, hann hefur gert þetta undanfarin kvöld þe. að lesa upphátt fyrir Ragnar og það er ansi kósí hjá þeim. Ragnar var nú alveg með páskasöguna á hreinu og að það hafi verið 3 konur sem komu til að smyrja Jesú og 2 af þeim hafi heitið María. Við biðjum að heilsa til Buonos Aires. Kv.Olla
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:25
Hola Mamá y Papá! Veðrið hér er mjög páskalegt, það er bjart en frekar kalt. Bragi er farinn að flúgja en ætlar að reyna að vera búinn klukkan tvö. Hann segist vilja vera búinn fyrr í dag svo hann geti hugleitt pínu Krists á krossinum (þýðing: liggja fyrir framan sjónvarpið með kassa af After Eight).
Við systurnar sjáum ykkur vonandi á msn í dag, fyrst þið ætlið að vera heima að hlusta á þann tengdason ykkar sem kann að syngja. Bragi getur sungið ágætis eftirhermu af Elvis Presley en frekari sönghæfileika hefur hann ekki. Hann hefur stundum sungið með útvarpinu í bílnum en ég hef þá spurt hann "hver syngur þetta lag ástin mín?" Þá segir hann kannski "Barbra Streisand" og ég svara "við skulum hafa það þannig áfram."
Diga hola a Fusi y a Florencia para mí!
Kristín Vala (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 09:43
Ég held að Jóhannesarpassían taki nú bara 2oghálfan tíman svo ég vona að þau fari út að ganga hringalaus og með myndavél vel falda.
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:24
Hola Hola ! Það er frábært að heyra hvað ykkur hefur gengið vel, lýsingar eru svo góðar að maður er alveg þarna í huganum með ykkur erum að fara í göngu með Veigu og Mumma í verulega fallegu en svölu veðri hér er sól en svalt, svo ætlum við að grilla með Kollu og Ingvari í kvöld en nú verð ég að drífa mig en heyri svo í ykkur og bið innilega að heilsa Fúsa og Florenciu . Hafið það gott. Buenos días Familia en Funa
Gyða Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:12
Ég hef nú aldrei vitað til þess að maður sé bara að frílista sig og grilla á föstudaginn langa. Hér eru bara gamanmyndir í sjónvarpinu og fólk hefur að því virðist algjörlega gleymt því hvað gerðist á föstudaginn langa. Ég ætla að hafa saltfisk í kvöldmatinn og við vorum einmitt að ræða páskaboðskapinn við morgunverðarborðið. Það versta við gamla testamentið segir Jökull vera það að það heita allir Jósef og María og honum finnst synd að Júdas hafi hengt sig og því ekki hitt Jesú til að afsaka sig.
Gunnar segir að það megi mikið vera ef Gyða og Siggi fari ekki bara að dansa línudans á pallinum hjá Kollu og Ingvari í kvöld og tók hann um leið nokkur dansspor. Við ætlum líka í göngutúr, JÖkull segir þetta vera tilvalinn dag til að fara í Öskjuhlíð, honum finnst það kannski minna á Golgata.
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.