5.4.2007 | 17:05
Komin til Buenos Aries
Jæja þá erum við komin heil til Buenos Aries. Ferðin gekk mjög vel og við gátum sofið vel í vélinni, enda allir sofandi um miðja nótt. Veðrið sem að tók á móti okkur er bara eins og á Tenerife og nú erum við á leið í sturtu og út í góða veðrið með Fúsa og Florenciu og myndavél.
Ég skrifa meira á eftir þegar við erum búin að líta á mannlífið hér og taka einhverjar myndir.
Það er margt sem að ég á eftir að skrifa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vorum að koma heim af Jóhannesarpassíu, Gunnar að syngja Guðspjallamanninn í líklega ´siðasta sinn. Gunnar stóð sig alveg frábærlega þó þetta sé orðið ansi erfitt fyrir hann, ég var mjög stolt af honum að syngja þetta og vera að segja þessa átakanlegu sögu en ekki bara syngja. Ingólfur hefði þurft að vera þarna. Það voru þó 2 staðir sem ég var ekki sátt við og mig langaði svo til að það yrði tekið upp aftur því þetta er á dagskrá útvarpsins á morgun. Mér fannst ég auðvitað nokkuð frek að fara fram á þetta og nokkrum fannst nokkuð skondið að ég skyldi nenna að hafa skoðun á 2 smástöðum í resetatívum. Stjórnandinn var alveg til í að endurtaka þessa 2 staði fyrst ég endilega vildi en ég veit ekki alveg hver hann hefur haldi ðað ég væri, kannski pródúsent hjá útvarpinu því þegar komið var í stellingar að taka upp kom í ljós að stjórnandinn hafði ekki talað við útvarpskarlana!!!! Hann bara benti á mig, tenórafrúna, og sagði einsog algjör auli; en ég hélt, en ég hélt...útvarpskarlarnir voru búnir að taka saman dótið og ekkert varð að því að þessir staðir væru betrumbættir. Ég hef aldrei lent í öðru eins aulaatviki! 'Eg veit bara ekki hvers konar frekja ég væri ef ég hefði í ofanálag farið að tala við útvarpsliðið. Fyrir þá sem ekki hafa farið á tónleika nú fyrir páska þá verð ég að mæla með Jóhannesapassíu Bachs í Fossvogskirkju á morgun kl.17. Þó ekki væri nema bara að njóta þess að hlusta á Gunnar sem guðspjallamanninn í síðasta sinn.
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:33
HAHAHAHAHA"Setjið aftur upp búnaðinn og hljóðritið þessa tvo kafla upp á nýtt!! Ólöf Hulda Breiðfjörð skipar svo fyrir!!"
Kristín Vala (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.