4.4.2007 | 14:34
Jæja þá höldum við áfram í kvöld
Jæja nú heldur ferðalagið áfram í kvöld en flugið til Argentínu er kl. 22.10. Við erum að ganga frá farangri og tékkum okkur út eftir hálftíma og þá eru það bara strætin sem bíða okkar þar til við leggjum af stað á flugvöllinn.
Það var afskaplega ánægjulegt kvöldi í gærkvöldi og ég mæli með að þeir sem að leggja leið sína hingað fá sér að borða á Balthazar, maturinn æðislegur og staðurinn sjálfur ekki síðri. Það var gaman að hitta hana Heidi og við gátum spjallað og spjallað og þegar við vorum búin að borða þá fórum við á rússneskan bar sem að heitir Pravda, og héldum áfram að spjalla.
Jæja nú verður slökkt á tölvunni og við setjum okkur í samband eins fljótt og við getum.'
Takk fyrir skeytin ykkar, það er gaman að lesa þau.
Kveðja til mömmu og pabba, Gyða og hafið það öll gott.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sælar frú og herra, haldið ykkur nærri þessum
Góða ferð og bið kærlega að heilsa Fúsa & Flornciu
Anna Linda
anna linda matthiasdottir (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:58
Vona að ferðalagið hafi gengið vel og við fáum fljótlega að heyra frá ykkur. Jökull og Ragnar voru að fara útí móa, Glói er hjá´Tóbíasi að mála. Amma og afi biðja að heilsa en þau fóru aftur austur til að vera yfir bænadagana að venju. xxxxÓlöf
Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:17
Klukkan er 10:32 í Argentínu núna, eruði mætt á svæðið? Ég er hérna á náttfötunum heima að dúlla mér, Bragi í vinnuni og kötturinn sofandi eins og venjulega. Ætli hann spretti ekki á fætur til að "hjálpa" mér að skipta um á rúminu á eftir. XXX Kristín Vala
Kristín Vala Breiðfjörð (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.