Dagur í New York

Þeir einir sem að hafa verið í New York skilja það sem að ég tala um núna.  Við erum komin á hótelherbergið okkar aftur eftir að vera búin að vera á labbinu síðan 10 í morgun og nú er klukkan að verða 5.  Sólin skín og Raggi er búin að opna gluggann, þið vitið renna honum upp eins og þið sjáið í bíómyndunum og situr í gluggakistunni og horfir yfir þökin og þakgarðana í nágrenninu (við erum á 10. hæð).  New York hljóðin óma hingað inn, leigubílaflautur og brunabílar sem að eru alltaf á ferðinni, sem sagt asi stórborgarinnar.  Ylmur af mat berst líka alla leið hingað upp á 10. hæðina öll veitingahúsin byrjuð að elda og okkur hlakkar til að fara á Baltazar og hitta Heidi sem að var að hringja í okkur.  Raggi er byrjaðu að semja nýja sögu í líkingu við "Gluggann á bakhliðinni" þar sem að hann situr á gluggasillunni með whisky í litlu glasi sem að er í litla eldhúsinu sem að fylgir herberginu. 

Við erum búin að koma við í nokkrum búðum í dag og ég verð að segja að maður fær bara andarteppu í sumum þeirra, það fæst allt sem hugurinn girnist hér í New York.  Ég fór í Mac áðan og keypti mér varalit og margt fleira sem að mig vantaði og einn af Mac´s samkynhneigðu mönnum afgreiddi mig og prófaði allt sem að ég keypi á mér,  og þegar ég borgaði þá sagði hann " Ofsalega ertu með flott veski"  og svakalega var ég stolt þegar ég sagði við hann  " ég gerði það sjáf".

Hann sagði " ha gerðir þú þetta sjáf" og spurði mig í framhaldi hvort ég væri með vefsíðu og ég sagði náttúrulega eins og íslensk sveitakona "nei ekki enn" og hann sagði að ég yrði að gera mér vefsíðu það væri hönnuður neðar í götunni (Broadway) sem að væri með skó úr svona efni (hlýrinn).  Hann skrifaði niður e-mail adressuna sína og bað mig endilega að senda sér slóðina þegar ég væri búin að gera hana.  Oh hvað ég var ánægð að labba út með nokkrar vörur fyrir 12.000 kr.

Jæja nú er að skipta um föt og fara úr dásamlegu crocs skónum sem að ég keypti mér, en við vorum dugleg í skókaupunum í dag og erum orðin eins og í "Börn náttúrunnar" í íþróttaskóm þannig að okkur líði sem best.  Æ já ég gleymdi að segja frá að ég keypti mér peysu í dag og sú sem að afgreiddi mig  var frá Euqvadore, æ ég veit ekki hvort þetta er rétt skrifað, en ég sagði henni að hverju ég væri að leita og að við við værum á leið til Argentínu, þegar hún ætlaði að láta mig kaupa peysu.  Hún varð bara skyndilega eins og frænka okkar, sagði að hún væri frá næsta landi við Argentínu og ég mætti  bara alls ekki vera með þessi gullhringa sem að ég er með á fingrinum og ekki gullkrossinn minn með demantinum.  Ég yrði bara að fá mér ódýrt skart að bera og Raggi (sem að var með myndavélina framan á maganum) mætti alls ekki láta sjá í svona fína myndavél, og hún hélt áfram og við förum með fullt af góðum ráðum frá þessari afgreiðslustúlku til Argerntínu.  Það fylgdi að vísu sögunni að "ef að við værum í fátæku hverfi" en við verðum sem betur fer í góðu hverfi og vonum að við lendum ekki í neinum ribböldum.  Hún sagði okkur líka að kaupa okkur ekki vatnsglas á götum úti bara á resturöntum og endalaust hélt hún áfram þessi nýja frænka okkar frá Euqdore.

Jæja nú verðum við að hespa okkur niður á Spring St. að hitta Heidi og borða góðan mat á Baltazar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis dugnaður í ykkur að vera svona í búðum og alles, misstu þig nú ekki Jónfríður litla en svo verður þú nú að passa þig á öllum skiltum og auglýsingum í NY svo þú farir ekki að detta um koll eins og hefur skeð í útlöndum ásamt fleiri uppákomum. En jæja það var ekki verið að hlusta á Gyðu systur þegar ég nefndi hringana og það nei nei bara hlustað á einhv. frá framandi slóðum  sagði við þig að þú yrðir að vera eins og drusla eða þannig sko en svo getið þið líka prófað að vera eitthvað dulbúnir fátæklingar  en alla vega þá passið þið ykkur á öllum ljótum körlum  Haldiði ekki að mamma og pabbi hafi ekki farið austur í gær og voru í nótt, fóru með grillið nýja á kerrunni og Elli í Skarði hjálpaði til með að koma því niður í bústað með pabba, það er bara að drífa sig sko engin lognmolla hjá gamla settinu og það var þvílík þoka á leiðinni að mömmu var ekki um sel og var mikið fegin þegar heim kom. Jæja þá er það bólið sem bíður, hafið það gott  kveðja frá Funa

Gyða Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:36

2 identicon

Já maður verður að passa sig á glæponum, sama í hvaða landi maður er staddur. Var ekki ungur maður stunginn í fyrra í subway-inum í NY af því að einhver girntist iPoddinn hans? Best að vera með grifflur á höndum og bót á rassinum, og ganga um hjólbeinóttur eins og Charlie Chaplin þegar hann lék hóbó. Ekki gott að labba um eins og Daddy Warbucks og frú. 

 Þú getur keypt þér svona skap-hring í næstu drugstore Mamma. Þeir voru alltaf vinsælir hjá okkur Evu. Það er eins og þú sért aldrei með sama skartgripinn, þeir skipta svo skemmtilega um lit. 

Kristín Vala (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:51

3 identicon

Já maður verður að passa sig á glæponum, sama í hvaða landi maður er staddur. Var ekki ungur maður stunginn í fyrra í subway-inum í NY af því að einhver girntist iPoddinn hans? Best að vera með grifflur á höndum og bót á rassinum, og ganga um hjólbeinóttur eins og Charlie Chaplin þegar hann lék hóbó. Ekki gott að labba um eins og Daddy Warbucks og frú. 

 Þú getur keypt þér svona skap-hring í næstu drugstore Mamma. Þeir voru alltaf vinsælir hjá okkur Evu. Það er eins og þú sért aldrei með sama skartgripinn, þeir skipta svo skemmtilega um lit.  Svo kosta þeir bara nokkra tíkalla.

Kristín Vala (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:52

4 identicon

Ohh...þetta kom tvisvar. Oh jæja, aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Kristín Vala (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:53

5 Smámynd: Ár & síð

Það er auðvitað sjálfsagt að gæta sín hæfilega en bara ekki að ganga um og vera hræddur, flestir sleppa vel og þeir sem lenda í vandamálum bjóða þeim oft heim. Njóta lífsins og sýna venjulega skynsemi, ekki flagga ,,ríkidæminu" og þá gengur allt vel.
Var þetta ekki gott viskí, Ragnar?

Ár & síð, 4.4.2007 kl. 10:50

6 identicon

Athugið email frá Fúsa varðandi símanúmer og annað.

Ólöf Breiðfjörð (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband