2.4.2007 | 08:43
Flóð í Argentínu
Jæja nú er um það bil allt komið í töskur, enda ekki seinna vænna. Raggi á bara eftir að ná í draktina mína í hreinsun og kaupa ísl.spænska orðabók því að Ólöf er búin að sannfæra okkur um að án hennar gætum við lent í óþægilegum uppákomum, ekki það að það kæmi mér nú ekki á óvart þó að við lentum í einhverju spaugilegu í sambandi við tjáskipti þarna úti, þrátt fyrir orðabókina en það er gott að hafa hana.
Við fengum okkur kaffi í morgunsárið eins og við erum vön og settumst í stofuna og Raggi hefur þann vana að lesa upphátt fyrir mig ef að það er eitthvað sérstakt í fréttablaðinu. Hann las í morgun fyrir mig frétt frá Argentínu þar sem talað er um flóð og óvanalega miklar rigningar, reyndar í Santa Fé sem að er nú ekki nálægt Buenos Aries en við getum ekki betur séð en að það sé á næstu grösum við foreldra Florenciu sem að búa í Paraná.
En vonandi verður þetta regntímabil gengið yfir þegar við komum þangað á fimmtudagsmorgun.
Heimiliskötturinn fynnur greinilega fyrir því að eitthvað er á döfinni hjá okkur því að við þurfum endalaust að vera að klappa honum og kjassa, við erum afskaplega fegin að vera í svona fjölskyldu sambýli því að þá hugsar fjölskyldan á neðri hæðinni um Tóbías og Glói ætlar að vera hjá honum.
Kristín Vala og Bragi koma líka í heimsókn til hans, þannig að ég vona að hann verði bara hér í góðu yfirlæti.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.