3.4.2007 | 21:30
Dagur í New York
Þeir einir sem að hafa verið í New York skilja það sem að ég tala um núna. Við erum komin á hótelherbergið okkar aftur eftir að vera búin að vera á labbinu síðan 10 í morgun og nú er klukkan að verða 5. Sólin skín og Raggi er búin að opna gluggann, þið vitið renna honum upp eins og þið sjáið í bíómyndunum og situr í gluggakistunni og horfir yfir þökin og þakgarðana í nágrenninu (við erum á 10. hæð). New York hljóðin óma hingað inn, leigubílaflautur og brunabílar sem að eru alltaf á ferðinni, sem sagt asi stórborgarinnar. Ylmur af mat berst líka alla leið hingað upp á 10. hæðina öll veitingahúsin byrjuð að elda og okkur hlakkar til að fara á Baltazar og hitta Heidi sem að var að hringja í okkur. Raggi er byrjaðu að semja nýja sögu í líkingu við "Gluggann á bakhliðinni" þar sem að hann situr á gluggasillunni með whisky í litlu glasi sem að er í litla eldhúsinu sem að fylgir herberginu.
Við erum búin að koma við í nokkrum búðum í dag og ég verð að segja að maður fær bara andarteppu í sumum þeirra, það fæst allt sem hugurinn girnist hér í New York. Ég fór í Mac áðan og keypti mér varalit og margt fleira sem að mig vantaði og einn af Mac´s samkynhneigðu mönnum afgreiddi mig og prófaði allt sem að ég keypi á mér, og þegar ég borgaði þá sagði hann " Ofsalega ertu með flott veski" og svakalega var ég stolt þegar ég sagði við hann " ég gerði það sjáf".
Hann sagði " ha gerðir þú þetta sjáf" og spurði mig í framhaldi hvort ég væri með vefsíðu og ég sagði náttúrulega eins og íslensk sveitakona "nei ekki enn" og hann sagði að ég yrði að gera mér vefsíðu það væri hönnuður neðar í götunni (Broadway) sem að væri með skó úr svona efni (hlýrinn). Hann skrifaði niður e-mail adressuna sína og bað mig endilega að senda sér slóðina þegar ég væri búin að gera hana. Oh hvað ég var ánægð að labba út með nokkrar vörur fyrir 12.000 kr.
Jæja nú er að skipta um föt og fara úr dásamlegu crocs skónum sem að ég keypti mér, en við vorum dugleg í skókaupunum í dag og erum orðin eins og í "Börn náttúrunnar" í íþróttaskóm þannig að okkur líði sem best. Æ já ég gleymdi að segja frá að ég keypti mér peysu í dag og sú sem að afgreiddi mig var frá Euqvadore, æ ég veit ekki hvort þetta er rétt skrifað, en ég sagði henni að hverju ég væri að leita og að við við værum á leið til Argentínu, þegar hún ætlaði að láta mig kaupa peysu. Hún varð bara skyndilega eins og frænka okkar, sagði að hún væri frá næsta landi við Argentínu og ég mætti bara alls ekki vera með þessi gullhringa sem að ég er með á fingrinum og ekki gullkrossinn minn með demantinum. Ég yrði bara að fá mér ódýrt skart að bera og Raggi (sem að var með myndavélina framan á maganum) mætti alls ekki láta sjá í svona fína myndavél, og hún hélt áfram og við förum með fullt af góðum ráðum frá þessari afgreiðslustúlku til Argerntínu. Það fylgdi að vísu sögunni að "ef að við værum í fátæku hverfi" en við verðum sem betur fer í góðu hverfi og vonum að við lendum ekki í neinum ribböldum. Hún sagði okkur líka að kaupa okkur ekki vatnsglas á götum úti bara á resturöntum og endalaust hélt hún áfram þessi nýja frænka okkar frá Euqdore.
Jæja nú verðum við að hespa okkur niður á Spring St. að hitta Heidi og borða góðan mat á Baltazar.
3.4.2007 | 12:09
Komin til New York
Jæja þá erum við komin til New York. Það var svo skemmtileg tilfynning að vera aftur í New York. Ferðin gekk vel í gær og við vorum komin á hótelið um kl. hálf níu. Við erum mjög ánægð með þetta hótel, það er bæði smart og hreint. Við fórum svo út að finna eitthvað í svanginn og fundum strax handan við hornið þennan líka fína japanska stað og fengum okkur sushi sem að bragðaðist mjög vel. Fengum okkur svo smá göngutúr í nágrenninu, Ragnar að vísu svolítið stressaður, hélt að við mundum villast, var búin að gleyma því að konan hans villist ekki svo glatt í stórborgum.
Nú erum við að fara og fá okkur morgunmat og koma okkur út á götu og gera eins mikið úr þessum degi og við getum. Ætlum svo að hitta Heidi í kvöld á stað sem að heytir Balthzar og ku vera mjög flottur veitingastaður. Við erum mjög spennt.
2.4.2007 | 08:43
Flóð í Argentínu
Jæja nú er um það bil allt komið í töskur, enda ekki seinna vænna. Raggi á bara eftir að ná í draktina mína í hreinsun og kaupa ísl.spænska orðabók því að Ólöf er búin að sannfæra okkur um að án hennar gætum við lent í óþægilegum uppákomum, ekki það að það kæmi mér nú ekki á óvart þó að við lentum í einhverju spaugilegu í sambandi við tjáskipti þarna úti, þrátt fyrir orðabókina en það er gott að hafa hana.
Við fengum okkur kaffi í morgunsárið eins og við erum vön og settumst í stofuna og Raggi hefur þann vana að lesa upphátt fyrir mig ef að það er eitthvað sérstakt í fréttablaðinu. Hann las í morgun fyrir mig frétt frá Argentínu þar sem talað er um flóð og óvanalega miklar rigningar, reyndar í Santa Fé sem að er nú ekki nálægt Buenos Aries en við getum ekki betur séð en að það sé á næstu grösum við foreldra Florenciu sem að búa í Paraná.
En vonandi verður þetta regntímabil gengið yfir þegar við komum þangað á fimmtudagsmorgun.
Heimiliskötturinn fynnur greinilega fyrir því að eitthvað er á döfinni hjá okkur því að við þurfum endalaust að vera að klappa honum og kjassa, við erum afskaplega fegin að vera í svona fjölskyldu sambýli því að þá hugsar fjölskyldan á neðri hæðinni um Tóbías og Glói ætlar að vera hjá honum.
Kristín Vala og Bragi koma líka í heimsókn til hans, þannig að ég vona að hann verði bara hér í góðu yfirlæti.
1.4.2007 | 11:04
Undirbúningur
Æ er það ekki líkt mér að vera með allt á síðustu stundu. Nú erum við að leggja í langferðina á morgun og erum að fara í leikhúsið í dag með barnabörnin og ég rétt að byrja að pakka.
Það liggur við að ég þyrfti að fá Gyðu systur mína í að hjálpa mér en hún hefur miklar áhyggjr af minnismiðaleysi mínu. Hún skrifar nefnilega allt á minnismiða þó að hún fari bara hér rétt út fyrir Elliðaár. En nú sit ég hér í súpunni og ekki búin að skrifa á neina minnismiða, ég er þó búin að setja hleðslutæki af símum og myndavél í sérstakt plastbox sem að ég keypti í Bónus og næst á dagskrá er að reyna að koma páskaeggjunum sem að eiga að fara til Argentínu í stóru Topperware boxin sem að ég keypti einu sinni.
Ragnar er rólegur yfir þessu og er að búa til sitt salat í eldhúsinu, kanske að ég hespi þessu öllu af þegar ég er búin að fá minn disk af því.
31.3.2007 | 18:31
Á leið til Argentínu.
Jæja nú eru aðeins tæpir 2 sólarhringar þar til að við Raggi leggjum af stað til Argentínu. Við ætlum að stoppa aðeins í New York og 4. apríl fljúgum við til Buenos Aries og verðum Sigfúsi syni okkar og kærustunni hans Florenciu.
Við erum orðin ansi spennt og ætlum að reyna að skoða eins margt og við getum á þessum 4 vikum sem að við verðum þar.
Við reynum eftir fremsta megni að skrifa eitthvað skemmtilegt þannig að fjölskyldan okkar geti fylgst með okkur.
31.3.2007 | 18:15